Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 18. maí 2019 23:45
Ívan Guðjón Baldursson
Kovac býst við að vera áfram hjá Bayern
Mynd: Getty Images
Niko Kovac, þjálfari FC Bayern München, er sannfærður um að hann verði áfram hjá félaginu í sumar.

Kovac var ráðinn í fyrra og var orðið ansi heitt undir þjálfarasæti hans þegar illa gekk snemma á tímabilinu. Hann náði þó að rétta úr kútnum og tryggði sjöunda Þýskalandsmeistaratitil Bayern fyrr í dag.

Hann kom Bayern upp úr riðli í Meistaradeildinni en varð fyrir því óláni að lenda á móti Liverpool í 16-liða úrslitunum. Eftir markalaust jafntefli á Anfield vann Liverpool seinni leikinn 1-3 í München.

„Ég er sannfærður um að ég verði áfram hérna. Ég er búinn að tala við stjórnarmennina og held ég hafi skilið þá rétt. Ég mun halda áfram að starfa í þeirri trú að ég verði hérna út samninginn," sagði Kovac, en samningur hans við Bayern rennur út sumarið 2021.

Kovac er 47 ára gamall og lék 51 leik fyrir Bayern á ferlinum.
Athugasemdir
banner
banner