Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 18. maí 2022 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hörmung og martröð Martial hjá Sevilla - Meiddur í þriðja sinn
Mynd: EPA
Einhverjir voru við það að tárast þegar Sevilla tilkynnti um komu Anthony Martial í janúar. Sjaldan hefur verið jafnmikið umstang og mikið lagt í kynningu á nýjum leikmanni. Til að toppa allt þá bauð hinn brasilíski Ronaldo Martial velkominn til félagsins með myndbandskveðju.

Martial kom á láni út tímabilið frá Manchester United þar sem hann hafði ekki náð að stimpla sig inn í liðið fyrir áramót.

Sevilla vonaðist til þess að með því að hugsa um Martial eins og risastjörnu og sýna honum ást að félagið gæti náð því besta fram úr Frakkanum. Stuðningsmenn United höfðu að langmestu verið búnir að gefast upp á Martial og margir ánægðir að sjá hann prófa sig einhvers staðar annars staðar.

Kynningin á Martial og umstangið í kringum skiptin opnuðu augu United-manna og urðu stuðningsmenn spenntir að sjá hvort Martial næði flugi á Spáni. Það gerðist aldeilis ekki.

Núna er svo komið að Martial er meiddur í þriðja skiptið frá komu sinni til Andalúsíu og mun ekki spila fleiri leiki fyrir félagið. Hann hefur eingungis skorað eitt mark fyrir félagið, ekkert í La Liga.

Spænski miðillinn AS hefur lýst tímanum sem Martial disaster (i. hörmung) og breskir miðlar fjalla um martröð Martial í Sevilla. Sevilla greiddi Man Utd um fjórar milljónir punda fyrir að fá Martial út tímabilið.

Sevilla er í fjórða sæti La Liga, með þremur stigum meira en Real Betis í fimmta sætinu þegar ein umferð er eftir. Liðið er þá einu stigi á eftir Atletico Madrid sem er í 3. sætinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner