Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 18. júní 2021 18:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Busquets mættur aftur í spænska hópinn
Sergio Busquets.
Sergio Busquets.
Mynd: EPA
Sergio Busquets, fyrirliði spænska landsliðsins, er mættur aftur til liðs við hópinn.

Busquets var greindur með kórónuveiruna fyrir Evrópumótið og missti hann af opnunarleiknum sem endaði með markalausu jafntefli gegn Svíþjóð.

Busquets er ekki lengur með veiruna, hann skilaði neikvæðu prófi og gæti því tæknilega séð spilað gegn Póllandi á morgun.

Busquets er langreyndasti leikmaður landsliðsins en hann hefur spilað 123 leiki og skorað í þeim tvö mörk.

Leikur Spánar og Póllands hefst klukkan 19:00 annað kvöld.
Athugasemdir
banner
banner