fös 18. júní 2021 21:10
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lengjudeildin: Dramatík í Grindavík - Markaregn í Mosó
Lengjudeildin
Gary Martin kominn á blað
Gary Martin kominn á blað
Mynd: Selfoss
Tveimur leikjum í Lengjudeildinni var að ljúka en Grindavík vann Gróttu og Afturelding og Selfoss gerðu jafntefli.

Staðan var 1-1 í Grindavík þegar Arnar Þór Helgason lét reka sig af velli á 85. mínútu í liði gestanna og það nýttu heimamenn sér, skoruðu tvö mörk í uppbótartíma. Lokatölur 3-1.

Afturelding og Selfoss buðu upp á markaleik í Mosfellsbæ. Pedro Vinas kom heimamönnum í 2-0 eftir 10 mínútna leik en Gary Martin kom sér á blað í deildinni með tveimur mörkum fyrir lok fyrri hálfleiks. Jafnt í hálfleik.

Ingvi Rafn Óskarsson kom gestunum yfir en þegar um 10 mínútur voru eftir af leiknum jafnaði Kári Steinn Hlífarsson fyrir Aftureldingu og þar við sat, 3-3 lokatölur í hörku leik.

Grindavík 3 - 1 Grótta
1-0 Sigurður Bjartur Hallsson ('39 )
1-1 Pétur Theódór Árnason ('68 )
2-1 Sigurjón Rúnarsson ('91 )
3-1 Sigurður Bjartur Hallsson ('94 , víti)
Rautt spjald: Arnar Þór Helgason , Grótta ('85)

Afturelding 3 - 3 Selfoss
1-0 Pedro Vazquez Vinas ('8 )
2-0 Pedro Vazquez Vinas ('11 )
2-1 Gary John Martin ('23 )
2-2 Gary John Martin ('44 )
2-3 Ingvi Rafn Óskarsson ('66 )
3-3 Kári Steinn Hlífarsson ('79 )
Athugasemdir
banner
banner
banner