Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 18. júní 2021 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mourinho finnst Hazard „hræðilegur" á æfingasvæðinu
Eden Hazard.
Eden Hazard.
Mynd: Getty Images
Knattspyrnustjórinn sigursæli Jose Mourinho segir að Eden Hazard, leikmaður Real Madrid og belgíska landsliðinu, sé hræðilegur á æfingasvæðinu.

Hinn þrítugi Hazard var gríðarlega mikið meiddur á síðasta tímabili og hefur ollið miklum vonbrigðum frá því hann gekk til liðs við Real Madrid frá Chelsea fyrir háa fjárhæð árið 2019.

Mourinho þjálfaði Hazard í meira en tvö ár hjá Chelsea. John Obi Mikel, fyrrum leikmaður Chelsea, sagði við The Athletic að Hazard væri ekki að leggja mikið á sig á æfingasvæðinu og Mourinho tekur undir það.

„Hann er stórkostlegur leikmaður sem æfir hræðilega. Það er rétt hægt að ímynda sér hvað hann gæti gert ef hann væri með betra viðhorf á æfingum," sagði Mourinho á Talksport.

Hazard er núna að spila með Belgíu á EM, en Mourinho starfar sem sérfræðingur í kringum mótið. Hann tók nýverið við Roma á Ítalíu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner