Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
Upplifir fyrsta stórmótið með Íslandi - „Eiginlega engin orð fyrir það"
Skelltu sér í sjóinn og fengu góðan mat - „Bara flottara í persónu"
   þri 18. júní 2024 23:31
Sölvi Haraldsson
Arnar Gunnlaugs fámáll - „Umræðan um Víking er orðin fáranleg“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Frábært stig á erfiðum útivelli.“ sagði Arnar Gunnlaugsson eftir 2-2 jafntefli við Val á Hlíðarenda í kvöld þar sem jöfnunarmark Vals kom alveg í blálokin.


Lestu um leikinn: Valur 2 -  2 Víkingur R.

Valur er fjórum stigum fyrir aftan okkur. Ég var mjög ánægður með strákana í dag. Við sýndum bara virkileg gæði í kvöld. Við nýttum ekki nægilega okkar skyndisóknir í dag þegar þeir voru byrjaðir að taka sénsa og voru galopnir til baka. Jafntefli líklega sanngjörn niðurstaða.“ bætti Arnar svo við.

Valdimar skoraði tvö mörk í kvöld fyrir Víkinga en Arnar segir að hann verði að átta sig á því að mörkin hans koma inn í teig en ekki fyrir utan vítateiginn.

Hann er búinn að vera geggjaður fyrir okkur í sumar. Það hefur aðeins vantað upp á mörkin fyrir okkur. Um leið og hann skilur það að mörkin hans koma inn í vítateig en ekki fyrir utan vítateig þá er hann að fara að fá færi.

Arnar segir að það skipti engu máli hvað hann segir um dómgæsluna í kvöld. Arnar fékk gult spjald fyrir mótmæli þegar Ívar Orri dæmdi seinna vítið fyrir Val.

Ég ætla ekkert að tala um það. Það skiptir engu máli hvað ég segi eða eitthvað svoleiðis. Ég ætla ekkert að tjá mig um dómarana í dag.“

Víkingar ætla að vinna deildina í ár án þess að fá hjálp frá dómaranum.

Þegar ég fer í þjálfun, þá dreymir mig um að þjálfa lið sem þarf ekkert á dómurunum að halda. Við náðum því í fyrra og ætlum að ná því aftur í ár. Við erum nógu góðir til að geta þurft að treysta á dómarann í einu eða neinu.

Arnar er gífurlega ánægður með byrjunina á mótinu og talar um gott stig sem þeir fengu á Hlíðarenda í dag.

Við vorum að spila við frábært lið, unnum gott stig og erum fjórum stigum á undan Val. Við verðum á toppnum þegar þessari umferð lýkur. Þessi umræða um Víking er náttúrulega orðin bara fáranleg. Ég nenni ekki einu sinni að tala um þetta.

Í dag var dregið í Meistaradeildinni í Nyon í Sviss. Víkingar fá Shamrock Rovers en Arnar er gífurega spenntur að mæta þeim.

Þetta er frábær dráttur. Blikarnir spiluðu við þá í fyrra og gerðu mjög vel í að komast áfram. Þetta er held ég bara hörkuleikur fyrir bæði lið. Ekkert af þessum seeded liðum hefðu viljað mæta okkur held ég. Við erum með mjög góða tölfræði í Evrópu. Við erum erum búnir að vinna 5 leiki, gera tvö jafntefli og tapa fjórum í mínum 11 Evrópuleikjum með Víkingum. Þessi töp eru líka alvöru töp og gegn alvöru liðum, ekki einhverjum kúkaliðum frá einhverjum löndum sem engin kannast við.“ sagði Arnar að lokum.

Arnar kemur svo einnig inn á það í lokin að hann veit ekki til með að Víkingar hafa heyrt í Guðmundi Þórarinssyni sem er án félags.

Viðtalið við Arnar Gunnlaugsson má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner