Guehi vill fara til Liverpool - Viðræður við Gordon ganga illa - Man Utd skoðar stjóra
   þri 18. júní 2024 21:17
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Besta deildin: Svakalegar lokamínútur í Garðabæ - Vardic tryggði ÍA sigur gegn KR
Marko Vardic
Marko Vardic
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Emil Atlason innsiglaði sigur Stjörnunnar
Emil Atlason innsiglaði sigur Stjörnunnar
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Þorsteinn Aron Antonsson
Þorsteinn Aron Antonsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

KR heimsótti ÍA á Skagann í kvöld í hörku leik.


Heimamenn voru mun sterkari í fyrri hálfleiknum en frábær frammistaða Guy Smit kom í veg fyrir mark.

Smit var hins vegar heppinn snemma í seinni hálfleik að fá ekki á sig mark þegar hann misreiknaði sendingu frá Aroni Þórði en boltinn fór sem betur fer fyrir hann framhjá markinu.

Það var svo markahrókurinn Viktor Jónsson sem braut loksins ísinn undir lok leiksins en veislunni var ekki lokið. Marko Vardic bætti öðru markinu við þegar hann skallaði boltann í netið. Eyþór Aron Wöhler tókst að klóra í bakkann undir lok leiksins en það dugði ekki til.

ÍA 2 - 1 KR
1-0 Viktor Jónsson ('86 )
2-0 Marko Vardic ('90 )
2-1 Eyþór Aron Wöhler ('95 )
Lestu um leikinn

HK vann gríðarlega sterkan sigur á Fram á Lambhagavellinum.

Már Ægisson kom heimamönnum yfir undir lok fyrri hálfleiks þegar hann komst einn í gegn eftir langa sendingu frá Adam Erni Arnarsyni.

HK jafnaði metin þegar fyrirgjöf Birnirs Breka Burknasonar fór af Brynjari Gauta og í netið.

Stuttu síðar skoraði Þorsteinn Aron Antonsson laglegt sigurmark þegar hann tók bakfallsspyrnu af stuttu færi.

Fram 1 - 2 HK
1-0 Már Ægisson ('41 )
2-0 Brynjar Gauti Guðjónsson ('69 , sjálfsmark)
2-1 Þorsteinn Aron Antonsson ('74 )
Lestu um leikinn

Þá vann Stjarnan sigur á FH þar sem Óli Valur Ómarsson skoraði glæsilegt sigurmark.

FH komst yfir eftir tæplega hálftíma leik þegar Björn Daníel Sverrisson kom boltanum í netið af miklu harðfylgi. Guðmundur Baldvin Nökkvason jafnaði metin undir lok fyrri hálfleiks með skoti rétt fyrir utan vítateiginn.

Það var svo skammt til loka venjulegs leiktíma þegar Óli Valur tók sprett frá sínum eigin vallarhelmingi alveg inn á teig FH-inga og skoraði.

Það var ótrúlegur uppbótatími í Garðabæ en fyrrum FH-ingurinn Baldur Logi Guðlaugsson kom Stjörnunni í tveggja marka forystu áður en Björn Daníel skoraði sitt annað mark og annað mark FH-inga. Strax í næstu sókn innsiglaði Emil Atlason sigur Stjörnumanna.

Stjarnan 4 - 2 FH
0-1 Björn Daníel Sverrisson ('27 )
1-1 Guðmundur Baldvin Nökkvason ('40 )
2-1 Óli Valur Ómarsson ('82 )
3-1 Baldur Logi Guðlaugsson ('94 )
3-2 Björn Daníel Sverrisson ('96 )
4-2 Emil Atlason ('96 )
Lestu um leikinn


Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 15 4 3 56 - 23 +33 49
2.    Breiðablik 22 15 4 3 53 - 28 +25 49
3.    Valur 22 11 5 6 53 - 33 +20 38
4.    ÍA 22 10 4 8 41 - 31 +10 34
5.    Stjarnan 22 10 4 8 40 - 35 +5 34
6.    FH 22 9 6 7 39 - 38 +1 33
7.    Fram 22 7 6 9 31 - 32 -1 27
8.    KA 22 7 6 9 32 - 38 -6 27
9.    KR 22 5 6 11 35 - 46 -11 21
10.    HK 22 6 2 14 26 - 56 -30 20
11.    Vestri 22 4 6 12 22 - 43 -21 18
12.    Fylkir 22 4 5 13 26 - 51 -25 17
Athugasemdir
banner
banner
banner