Stjörnum prýtt lið Portúgals mætir til leiks á EM í kvöld þegar liðið mætir Tékklandi í síðasta leiknum í fyrstu umferð riðlakeppninnar.
Cristiano Ronaldo ber fyrirliðabandið hjá Portúgölum. Leikmenn á borð við Joao Cancelo, Bernardo Silva, Bruno Fernandes og Rafael Leao eru í byrjunarliðinu.
Það er valinn maður í hverju rúmi en margir gríðarlega sterkir leikmenn eru til taks á bekknum.
Tomas Soucek miðjumaður West Ham er fyrirliði tékkneska liðsins en samherji hans á Englandi, Vladimir Coufal er einnig í byrjunarliðinu. Þá er Patrick Schick framherji Leverkusen í fremstu víglínu.
Tékkland: Stanek, Holes, Hranac, Krejci, Coufal, Sulc, Soucek, Provod, Doudera, Kuchta, Schick.
Portúgal: Costa, Dalot, Pepe, Dias, Cancelo, Silva, Fernandes, Vitinha, Mendes, Ronaldo, Leao.