Barca vill Dani Olmo - Crystal Palace að bjóða í Smith Rowe - Sergi Roberto vill enska boltann - Newcastle spyrst fyrir um Madueke
   þri 18. júní 2024 17:58
Jóhann Þór Hólmgrímsson
EM: Arda Guler með stórkostlegt mark í sigri Tyrklands
Arda Guler
Arda Guler
Mynd: EPA

Turkey 2 - 1 Georgia
1-0 Mert Muldur ('25 )
1-1 Georges Mikautadze ('32 )
2-1 Arda Guler ('65 )
3-1 Kerem Akturkoglu


Tyrkland hóf leik á EM með sigri á Georgíu sem er að taka þátt á sínu fyrsta stórmóti.

Mert Muldur kom Tyrkjum yfir með glæsilegu marki og stuttu síðar kom Keenan Yildiz, leikmaður Juventus, boltanum í netið af stuttu færi en var dæmdur naumlega ranstæður.

Georgíumenn unnu sig inn í leikinn og Georges Mikautadze tókst að jafna metin áður en flautað var til leiksloka.

Arda Guler skoraði fjögur mörk í þremur síðustu leikjum sínum fyrir Real Madrid á síðustu leiktíð en hann skoraði glæsilegt mark fyrir Tyrkland í kvöld þegar skot hans fyrir utan vitateiginn söng í netinu.

Georgíumenn reyndu allt hvað þeir gátu til að jafna metin. Giorgi Mamardashvili markvörður liðsins fór í sóknina og Tyrkir nýttu sér það þegar Kerem Akturkoglu brunaði upp völlinn og skoraði í opið markið.


Athugasemdir
banner
banner
banner