Vinicius Jr færist nær því að vera áfram hjá Real - Liverpool gæti gert janúartilboð í Semenyo
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
   þri 18. júní 2024 22:16
Stefán Marteinn Ólafsson
Emil Atla: Ánægður með árásargirnina hjá okkar liði
Emil Atlason sóknarmaður Stjörnunnar
Emil Atlason sóknarmaður Stjörnunnar
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Stjarnan tóku á móti FH á Samsungvellium í Garðabæ þegar 10.umferð Bestu deildar karla hóf göngu sína í kvöld.

Bæði Þessi lið vonuðust til þess að komast aftur á sigurbraut eftir misgott gengi síðustu umferðir og voru það Stjörnumenn sem höfðu betur í kvöld.


Lestu um leikinn: Stjarnan 4 -  2 FH

„Flottur sigur og gott að ná þessum þrem stigum." Sagði Emil Atlason framherji Stjörnunnar eftir sigurinn í dag.

Stjarnan hafði betur eftir ótrúlegar lokamínútur þar sem þrjú mörk komu í uppbótartíma.

„Þetta var svolítið sérstakt. Er bara mjög pirraður yfir því hvernig við fáum þetta mark á okkur og fyrsta markið líka en miðað við hvernig þessi leikur spilaðist þá var þetta bara sanngjarn sigur." 

FH minnkaði muninn þegar um tvær mínutur voru eftir af uppbótartímanum en Emil Atla svaraði með marki á sömu mínútunni og kýldi FH niður aftur. 

„Það var helvíti ljúft. Ég lýg því ekki en ég er mest svekktur með markið sem að við fáum á okkur en frábært að skora og getað hjálpað liðinu. Frábær sigur í dag." 

Vilhjálmur Alvar dómari leiksins í kvöld leyfði mikið í leiknum og var baráttan og barningurinn mikill. 

„Ég er bara ánægður með 'aggression-ið' hjá okkar liði í dag. Það er kannski það sem er búið að vanta svolítið í síðustu leikjum en ég er bara mjög ánægður með 'aggression-ið' í dag." 

Nánar er rætt við Emil Atlason í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner