Liverpool gæti nýtt sér ákvæði í samningi Semenyo- Ungur miðjumaður á blaði hjá Liverpool og Man Utd - West Ham vill Strand Larsen
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
   þri 18. júní 2024 23:06
Sölvi Haraldsson
Gylfi: Ingvar reyndi að taka mig á taugum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi Þór Sigurðsson skoraði tvö mörk af vítapunktinum af gríðarlegu öryggi þegar Valur gerði 2-2 jafntefli gegn Víkingi í toppslag Bestu deildarinnar í kvöld. Seinna mark hans kom í uppbótartíma.

Lestu um leikinn: Valur 2 -  2 Víkingur R.

„Ég er sáttur með að við náðum að jafna en fyrirfram hefðum við viljað sigur hér á heimavelli. Leikirnir þróast ekki eins og maður óskar alltaf eftir," segir Gylfi.

Ingvar Jónsson markvörður Víkings var dæmdur brotlegur í uppbótartíma. Var það víti?

„Það var víti fyrst hann dæmdi víti. En hvort þetta var réttur dómur veit ég ekki. Mér fannst Ingvar koma nokkuð hratt út, hvort hann fór í Galdra... ég var ekki í stöðu til að dæma um það."

Vítin tvö voru keimlík hjá Gylfa, var hann búinn að ákveða að setja boltann á sama stað og í fyrra vítinu?

„Já og nei. Ég er með mína rútínu og svo var Ingvar eitthvað að gaspra þarna í markinu. Ég bara tók góða ákvörðun rétt áður en ég skaut."

Gylfi og Ingvar gáfu hvor öðrum fimmu eftir fyrra vítið en það var mikill hasar eftir að það var dæmt.

„Ingvar reyndi að taka mig á taugum og ég ætlaði að fagna fyrir framan hann. Það er gott á milli okkar og þegar hann bauð mér 'fimmu' þá tók ég því."

Gylfi segir að heilsan sé fín þó hann sé þreyttur í skrokknum. Í viðtalinu, sem sjá má í heild í sjónvarpinu hér að ofan, tjáir hann sig nánar um framvindu leiksins.
Athugasemdir
banner
banner