Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
Dragan: Kjaftæði að fá á sig svona mark
Árni Freyr: Ég hefði örugglega verið pirraður að fá þetta rauða spjald á mig
Siggi talar um kraftaverk: Skrítnasta dómgæsla sem ég hef orðið vitni að
Chris Brazell: Ég kenni sjálfum mér um þetta
Magnús Már: Þetta er ógeðslega, ógeðslega pirrandi
Úlfur Arnar: Verður gaman að kaupa í matinn á morgun
Óli Hrannar: Flottur sigur sem við skópum í fyrri hálfleiknum
Sigurvin: Ömurlegt að tapa
John Andrews: Ég er himinlifandi
Kristján Guðmunds: Aðalmálið er að horfa á frammistöðuna
Frans: Kannski sanngjarnt miðað við seinni hálfleikinn
Gunnar Heiðar: Ég er stemmingsmaður
Halli Hróðmars: Hvernig við vörðumst fyrir framan markið var til fyrirmyndar
Donni: Við vorum með vitlaust leikplan
Elísa Lana: Boltinn þurfti að detta inn í dag
Jóhann Kristinn: Einn af þeim verri sem maður hefur upplifað
Pétur léttur eftir dramatískan sigur - „Ætla ekki að segja það"
Gunnar eftir sjöunda tapið í röð: Takk fyrir að minna mig á það
Óli Kristjáns: Við erum klárlega litla liðið
Nik: Fengum smá spark í rassinn þar sem var líklega það sem við þurftum
   þri 18. júní 2024 23:06
Sölvi Haraldsson
Gylfi: Ingvar reyndi að taka mig á taugum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi Þór Sigurðsson skoraði tvö mörk af vítapunktinum af gríðarlegu öryggi þegar Valur gerði 2-2 jafntefli gegn Víkingi í toppslag Bestu deildarinnar í kvöld. Seinna mark hans kom í uppbótartíma.

Lestu um leikinn: Valur 2 -  2 Víkingur R.

„Ég er sáttur með að við náðum að jafna en fyrirfram hefðum við viljað sigur hér á heimavelli. Leikirnir þróast ekki eins og maður óskar alltaf eftir," segir Gylfi.

Ingvar Jónsson markvörður Víkings var dæmdur brotlegur í uppbótartíma. Var það víti?

„Það var víti fyrst hann dæmdi víti. En hvort þetta var réttur dómur veit ég ekki. Mér fannst Ingvar koma nokkuð hratt út, hvort hann fór í Galdra... ég var ekki í stöðu til að dæma um það."

Vítin tvö voru keimlík hjá Gylfa, var hann búinn að ákveða að setja boltann á sama stað og í fyrra vítinu?

„Já og nei. Ég er með mína rútínu og svo var Ingvar eitthvað að gaspra þarna í markinu. Ég bara tók góða ákvörðun rétt áður en ég skaut."

Gylfi og Ingvar gáfu hvor öðrum fimmu eftir fyrra vítið en það var mikill hasar eftir að það var dæmt.

„Ingvar reyndi að taka mig á taugum og ég ætlaði að fagna fyrir framan hann. Það er gott á milli okkar og þegar hann bauð mér 'fimmu' þá tók ég því."

Gylfi segir að heilsan sé fín þó hann sé þreyttur í skrokknum. Í viðtalinu, sem sjá má í heild í sjónvarpinu hér að ofan, tjáir hann sig nánar um framvindu leiksins.
Athugasemdir
banner
banner
banner