Lewandowski, Anderson og Endrick orðaðir við Man Utd - Semenyo til Liverpool í janúar? - Barcelona skuldar - Toney til Tottenham?
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
   þri 18. júní 2024 23:06
Sölvi Haraldsson
Gylfi: Ingvar reyndi að taka mig á taugum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi Þór Sigurðsson skoraði tvö mörk af vítapunktinum af gríðarlegu öryggi þegar Valur gerði 2-2 jafntefli gegn Víkingi í toppslag Bestu deildarinnar í kvöld. Seinna mark hans kom í uppbótartíma.

Lestu um leikinn: Valur 2 -  2 Víkingur R.

„Ég er sáttur með að við náðum að jafna en fyrirfram hefðum við viljað sigur hér á heimavelli. Leikirnir þróast ekki eins og maður óskar alltaf eftir," segir Gylfi.

Ingvar Jónsson markvörður Víkings var dæmdur brotlegur í uppbótartíma. Var það víti?

„Það var víti fyrst hann dæmdi víti. En hvort þetta var réttur dómur veit ég ekki. Mér fannst Ingvar koma nokkuð hratt út, hvort hann fór í Galdra... ég var ekki í stöðu til að dæma um það."

Vítin tvö voru keimlík hjá Gylfa, var hann búinn að ákveða að setja boltann á sama stað og í fyrra vítinu?

„Já og nei. Ég er með mína rútínu og svo var Ingvar eitthvað að gaspra þarna í markinu. Ég bara tók góða ákvörðun rétt áður en ég skaut."

Gylfi og Ingvar gáfu hvor öðrum fimmu eftir fyrra vítið en það var mikill hasar eftir að það var dæmt.

„Ingvar reyndi að taka mig á taugum og ég ætlaði að fagna fyrir framan hann. Það er gott á milli okkar og þegar hann bauð mér 'fimmu' þá tók ég því."

Gylfi segir að heilsan sé fín þó hann sé þreyttur í skrokknum. Í viðtalinu, sem sjá má í heild í sjónvarpinu hér að ofan, tjáir hann sig nánar um framvindu leiksins.
Athugasemdir