Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   þri 18. júní 2024 23:06
Sölvi Haraldsson
Gylfi: Ingvar reyndi að taka mig á taugum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi Þór Sigurðsson skoraði tvö mörk af vítapunktinum af gríðarlegu öryggi þegar Valur gerði 2-2 jafntefli gegn Víkingi í toppslag Bestu deildarinnar í kvöld. Seinna mark hans kom í uppbótartíma.

Lestu um leikinn: Valur 2 -  2 Víkingur R.

„Ég er sáttur með að við náðum að jafna en fyrirfram hefðum við viljað sigur hér á heimavelli. Leikirnir þróast ekki eins og maður óskar alltaf eftir," segir Gylfi.

Ingvar Jónsson markvörður Víkings var dæmdur brotlegur í uppbótartíma. Var það víti?

„Það var víti fyrst hann dæmdi víti. En hvort þetta var réttur dómur veit ég ekki. Mér fannst Ingvar koma nokkuð hratt út, hvort hann fór í Galdra... ég var ekki í stöðu til að dæma um það."

Vítin tvö voru keimlík hjá Gylfa, var hann búinn að ákveða að setja boltann á sama stað og í fyrra vítinu?

„Já og nei. Ég er með mína rútínu og svo var Ingvar eitthvað að gaspra þarna í markinu. Ég bara tók góða ákvörðun rétt áður en ég skaut."

Gylfi og Ingvar gáfu hvor öðrum fimmu eftir fyrra vítið en það var mikill hasar eftir að það var dæmt.

„Ingvar reyndi að taka mig á taugum og ég ætlaði að fagna fyrir framan hann. Það er gott á milli okkar og þegar hann bauð mér 'fimmu' þá tók ég því."

Gylfi segir að heilsan sé fín þó hann sé þreyttur í skrokknum. Í viðtalinu, sem sjá má í heild í sjónvarpinu hér að ofan, tjáir hann sig nánar um framvindu leiksins.
Athugasemdir