Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   mið 18. júní 2025 22:52
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Súrrealískt að spila við Keflavík - „Lít ennþá upp til þeirra beggja"
Samúel Kári.
Samúel Kári.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Haraldur Freyr Guðmundsson og Hólmar Örn Rúnarsson eru stórar stærðir í fótboltanum í Keflavík.
Haraldur Freyr Guðmundsson og Hólmar Örn Rúnarsson eru stórar stærðir í fótboltanum í Keflavík.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það var ógeðslega gaman að spila þennan leik, örugglega geggjaður leikur á að horfa, sérstaklega fyrri hálfleikurinn," sagði Samúel Kári Friðjónsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir sigur á Keflavík í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld.

Samúel var að mæta uppeldisfélaginu en hann lék með Keflavík áður en hann hélt út í atvinnumennsku árið 2013.

Lestu um leikinn: Stjarnan 4 -  2 Keflavík

„Keflavík er minn klúbbur og var þar í yngri flokkum, náði tveimur (meistaraflokks)leikjum. Ég þekki alla strákana og sérstaklega báða þjálfarana. Ég spilaði með Halla Gumm og lít ennþá upp til þeirra beggja (Haralds Freys og Hólmars Arnar aðstoðarþjálfara). Þetta er alltaf smá súrrealískt."

„Ég fylgist alltaf með þeim, kom og æfði alltaf með þeim á surmin á meðan ég var að spila úti."

„Sindri (Kristinn) var með mér í öllum yngri landsliðum, erum mjög nánir. Fransi, ég var með honum í Keflavík. Við erum allir góðir félagar."


Samúel ræddi um leikinn sjálfan í viðtalinu sem má nálgast í heild sinni í spilaranum efst. Hann er hæstánægður með að vera kominn í undanúrslit Mjólkurbikarsins. „Frábær tilfinning. Þetta var skyldusigur og eina stefnan er að taka bikarinn."

Þú vonast væntanlega eftir því að Keflavík fari upp úr Lengjudeildinni og að þú mætir þeim aftur á næsta ári?

„Að sjálfsögðu vona ég það, Keflavík er bara mitt lið," sagði Samúel.
Athugasemdir
banner