sun 18. júlí 2021 21:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tveir mánuðir á milli sigurleikja
Gunnar Nielsen var flottur í kvöld.
Gunnar Nielsen var flottur í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH er komið aftur á sigurbraut.
FH er komið aftur á sigurbraut.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH er komið aftur á sigurbraut í Pepsi Max-deildinni. Fimleikafélagið lagði Fylki í Kaplakrika í kvöld.

Steven Lennon skoraði sigurmark FH á 78. mínútu leiksins. „Maaaaarrrkkkkkk!!! Matti Villa geysist upp völlinn, sendir á Baldur Loga sem reynir misheppnað skot, boltinn berst til Jónatans Inga inn í teig Fylkis sem nær að koma boltanum á Lennon, sem í þetta skiptið bregst ekki bogalistin og setur hann í þaknetið," skrifaði Matthías Freyr Matthíasson í beinni textalýsingu þegar Lennon skoraði.

Það er óhætt að segja að þetta sé langþráður sigur fyrir FH-inga, það er að segja í deildinni.

Fyrir þennan leik hafði FH ekki unnið deildarleik í tvo mánuði; síðasti deildarsigur - fyrir leikinn í kvöld - var 1-3 sigur gegn HK 17. maí.

Deildarleikir á milli sigra hjá FH
HK 1 - 3 FH (17. maí)
FH 0 - 2 KR (22. maí)
Leiknir R. 2 - 1 FH (25. maí)
Víkingur R. 2 - 0 FH (12. júní)
FH 1 - 1 Stjarnan (16. júní)
Breiðablik 4 - 0 FH (20. júní)
FH 1 - 1 KA (27. júní)
Valur 2 - 0 FH (1. júlí)
FH 1 - 0 Fylkir (18. júlí)

Á milli þessara tveggja sigurleikja þá gerðist ýmislegt markvert; grímuskyldu var aflétt á Íslandi, Ítalía vann bæði Eurovision og EM í fótbolta, og Pétur Theodór Árnason, leikmaður Gróttu, skoraði tíu mörk í Lengjudeildinni. FH skipti þá auðvitað um þjálfara; Logi Ólafsson var látinn fara og inn kom Ólafur Jóhannesson.

FH var komið í fallbaráttu en fjarlægðist aðeins fallsvæðið með þessum sigri og er núna í sjötta sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner