Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 18. júlí 2021 16:41
Brynjar Ingi Erluson
Ungu leikmennirnir að heilla Koeman
Ronald Koeman
Ronald Koeman
Mynd: EPA
Ronald Koeman, þjálfari Barcelona, gæti þurft að treysta á marga unga leikmenn á komandi tímabili vegna fjárhagsstöðu félagsins en Börsungar eru að reyna eins og þeir geta að losa sig við leikmenn þessa dagana.

Barcelona er opið fyrir því að selja marga leikmenn. Samuel Umtiti, Philippe Coutinho, Clement Lenglet, Ousmane Dembele, Miralem Pjanic, Martin Braithwaite og Antoine Griezmann eru meðal þeirra leikmanna sem mega fara.

Launakostnaður félagsins er alltof hár og ætlar félagið því að losa sig við þá og gætu ungu leikmennirnir fengið sénsinn á stóra sviðinu.

Koeman er afar sáttur með þá ungu leikmenn sem Barcelona er með á sínum snærum.

Hann er afar hrifinn af nokkrum leikmönnum sem hafa verið með liðinu á undirbúningstímabilinu en hann nefndi þá Alejandro Balde, Gavi, Yusuf Demir og Nico Gonzalez.

Demir er á láni hjá Barcelona frá austurríska liðinu Rapid Wien og þykir meðal efnilegustu leikmanna heims um þessar mundir. Sá er 18 ára gamall.

Gavi er 16 ára gamall Spánverji og uppalinn hjá Barcelona en hann spilar á miðjunni. Alejandro Balde er 17 ára gamall vinstri bakvörður sem er einnig uppalinn hjá Börsungum og sama má segja um Nico Gonzalez en hann er 19 ára.

Þeir fá allir tækifæri með Barcelona á undirbúningstímabilinu og verður fróðlegt að sjá hvernig þeir pluma sig hjá einu stærsta félagi heims.
Athugasemdir
banner
banner
banner