Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 18. júlí 2022 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rotherham
Segir að kaflinn um Söru verði ekkert sérstaklega stór og mikill
Icelandair
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði, og markvörðurinn Sandra Sigurðardóttir.
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði, og markvörðurinn Sandra Sigurðardóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sara gekk nýverið í raðir Juventus.
Sara gekk nýverið í raðir Juventus.
Mynd: Instagram/sarabjork90
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði Íslands, skipti í sumar um félag. Hún yfirgaf herbúðir Lyon og samdi við Juventus á Ítalíu.

Sara lék í tvö ár með Lyon og vann Meistaradeildina tvisvar með félaginu. Í fyrri úrslitaleiknum byrjaði hún og skoraði markið sem gerði út um leikinn. Hún var mögnuð í þeim leik.

Undir lok fyrsta tímabils síns hjá félaginu varð hún ólétt og svo eignaðist hún sitt fyrsta barn í nóvember á síðasta ári. Hún spilaði ekki mikið með Lyon seinni hluta síðasta tímabils eftir að hafa komið til baka eftir barnsburð. Hún ákvað svo að fara þaðan í sumar.

„Á ákveðnum tímapunkti þegar ég var ólétt þá kom það upp að ég myndi breyta til. Það er eitthvað sem ég mun ræða seinna, ástæðuna. Þetta var ekki alveg það sem hentaði mér og minni fjölskyldu," sagði Sara við undirritaðan í hlaðvarpi á dögunum. Það kom eitthvað upp á milli hennar og Lyon í þessu ferli öllu saman.

Sjá einnig:
Arsenal og Chelsea höfðu samband en fjölskyldan er í fyrsta sæti

Ísland spilar á morgun við Frakkland á EM. Fyrir þann leik spjallaði fréttamaður Fótbolta.net við Syiane Dalmat, sem starfar fyrir franska íþróttablaðið L'Equipe. Í viðtalinu var spurt út í Söru og hennar tíma hjá Lyon sem byrjaði svo vel.

„Hún náði ekki að verða mjög mikilvægur leikmaður í Lyon," sagði Dalmat.

„Það er mjög erfitt að koma sér í liðið því það eru margir stórkostlegir leikmenn í Lyon. Hún varð ólétt stuttu eftir að hún kom. Hún mætti aftur í janúar á þessu ári en spilaði ekki mikið. Mér finnst hún frábær leikmaður en tími hennar hjá Lyon var ekki sá besti á ferlinum hennar."

„Hún lærði örugglega mikið en kaflinn um hana í sögu Lyon verður ekki mjög stór eða merkilegur."

Saga Lyon í kvennaboltanum er mögnuð og eru titlarnir fjölmargir. Sara yfirgefur Lyon sem tvöfaldur Meistaradeildarsigurvegari en samkvæmt Dalmat þá verður kaflinn hennar í sögu Lyon ekki mjög stór; heilt yfir náði hún ekki að vera mikilvægur leikmaður innan vallar fyrir félagið þrátt fyrir að hafa spilað stórt hlutverk í sigri liðsins í úrslitaleiknum árið 2020.

Sara, sem er mikil fyrirmynd fyrir fótboltakonur um víða veröld, mun í dag leiða Ísland út á völlinn gegn Frakklandi á EM. Hún er að sýna að þú getur gert bæði; verið fótboltakona á hæsta stigi og móðir á sama tíma. Á næsta tímabili mun hún hefja nýjan kafla með Juventus og verður spennandi að fylgjast með vegferð henni þar.
Sara er komin aftur - Fyrirliðinn fer yfir síðastliðin tvö ár
Athugasemdir
banner