Áhugi Man Utd á Delap eykst - Telja að Salah hafi áhuga á að fara til Sádi-Arabíu - Newcastle reynir við Elliott
Óskar Hrafn: Ömurleg staða fyrir íslenska knattspyrnuáhugamenn og Bestu deildina
Túfa: Markmiðið er klárlega að keppa um titilinn
Böddi: Erum kannski ekki beittustu hnífarnir í skúffunni
Gummi Magg: Klár ef allt gengur eftir í vikunni
Hörður Snævar: Setjum gjöf á diskinn þeirra
Alli Jói sáttur og glaður - „Mikilvægt að fá leiki á þessum tímapunkti"
Valgeir: Sýndum fram á hvað við erum að fara bjóða upp á í deildinni
Haddi: Staðan í hálfleik var ekki sanngjörn
Dóri Árna: Einni eldingu frá því að vera flautaðir inn
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
   fim 18. júlí 2024 22:18
Stefán Marteinn Ólafsson
Gunnar Heiðar: Það er skemmtilegra að fá græna punktinn
Lengjudeildin
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Njarðvíkingar tóku á móti Leiknismönnum á Rafholtsvellinum í 13.umferð Lengjudeildarinnar í kvöld. 

Njarðvíkingar voru fyrir leikinn ekki búnir að vinna í síðustu fjórum leikjum sínum en þeim tókst að komast aftur á sigurbraut í kvöld.


Lestu um leikinn: Njarðvík 3 -  2 Leiknir R.

„Langt síðan við unnum síðast og bara virkilega gaman að sjá hvað strákarnir mínir lögðu sig mikið fram hérna í dag. Það er akkurat það sem við þurfum að gera í hverjum einasta leik til að vinna og við gerðum að í dag."  Sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur eftir sigurinn í kvöld.

Njarðvíkingar höfðu fyrir leikinn ekki unnið í síðustu fjórum leikjum sínum og var virkilega sætt að komast aftur á sigurbraut.

„Auðvitað er það skemmtilegra. Það er skemmtilegra að fá græna punktinn. Við erum ekki búnir að vera ánægðir með spilamennskuna hjá okkur í síðustu leikjum en virkilega ánægður að sjá spilamennskuna hérna í dag og 'attitute'-ið inni á vellinum og þegar við gerum þetta þá erum við helvíti góðir." 

Indriði Áki Þorláksson spilaði sinn fyrsta leik fyrir Njarðvíkinga í dag og spilaði 90 mínútur en hann hafði nýlega tekið fram skónna af hillunni og samið við Njarðvíkinga.

„Ég henti Indriða svolítið bara inn í djúpu laugina. Hann skilaði frábæru verki hérna í 90 mínútur og hann er ekki búin að spila fótbolta í hálft ár eða meira svo ég er bara hrikalega ánægður með að hann hafi náð að koma heill út úr þessu. Hann verður kannski stífur á morgun en hann stóð sig frábærlega eins og allir aðrir fannst mér." 

Nánar er rætt við Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfara Njarðvíkur í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner