Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
banner
   fim 18. júlí 2024 22:18
Stefán Marteinn Ólafsson
Gunnar Heiðar: Það er skemmtilegra að fá græna punktinn
Lengjudeildin
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Njarðvíkingar tóku á móti Leiknismönnum á Rafholtsvellinum í 13.umferð Lengjudeildarinnar í kvöld. 

Njarðvíkingar voru fyrir leikinn ekki búnir að vinna í síðustu fjórum leikjum sínum en þeim tókst að komast aftur á sigurbraut í kvöld.


Lestu um leikinn: Njarðvík 3 -  2 Leiknir R.

„Langt síðan við unnum síðast og bara virkilega gaman að sjá hvað strákarnir mínir lögðu sig mikið fram hérna í dag. Það er akkurat það sem við þurfum að gera í hverjum einasta leik til að vinna og við gerðum að í dag."  Sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur eftir sigurinn í kvöld.

Njarðvíkingar höfðu fyrir leikinn ekki unnið í síðustu fjórum leikjum sínum og var virkilega sætt að komast aftur á sigurbraut.

„Auðvitað er það skemmtilegra. Það er skemmtilegra að fá græna punktinn. Við erum ekki búnir að vera ánægðir með spilamennskuna hjá okkur í síðustu leikjum en virkilega ánægður að sjá spilamennskuna hérna í dag og 'attitute'-ið inni á vellinum og þegar við gerum þetta þá erum við helvíti góðir." 

Indriði Áki Þorláksson spilaði sinn fyrsta leik fyrir Njarðvíkinga í dag og spilaði 90 mínútur en hann hafði nýlega tekið fram skónna af hillunni og samið við Njarðvíkinga.

„Ég henti Indriða svolítið bara inn í djúpu laugina. Hann skilaði frábæru verki hérna í 90 mínútur og hann er ekki búin að spila fótbolta í hálft ár eða meira svo ég er bara hrikalega ánægður með að hann hafi náð að koma heill út úr þessu. Hann verður kannski stífur á morgun en hann stóð sig frábærlega eins og allir aðrir fannst mér." 

Nánar er rætt við Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfara Njarðvíkur í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner