Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
Ásta Eir: Mér fannst þetta alveg galið og alveg verðskuldað rautt spjald
Nik Chamberlain: Besta liðið sem ég hef spilað á móti sem þjálfari
Axel Ingi: Hef séð þetta betra hjá okkur
Gunnar Heiðar: Það eina sem vantaði var bara þetta mark
Haraldur Freyr: Mögulega tryggðum okkur allavega í umspil með þessu stigi
Jóhann Berg: Það voru síðustu orð mín
Gerði nákvæmlega eins mark á æfingu - „Þekkjum vindinn vel af Nesinu"
„Erum úr sama árgangi og höfum leikið saman upp öll yngri landsliðin"
Stefán Teitur: Svo sem ekkert alltof nýtt fyrir mér
Gylfi vaknaði með vírus - „Þyrfti að vera töluvert meira veikur til að hætta við leikinn"
Jón Dagur um fagnið: Það flottasta sem Alfreð tók fyrir landsliðið
Logi náði sínu stærsta markmiði - „Þessi draumur var ekki svo raunhæfur"
Mikael Anderson: Alvöru íslensk frammistaða
Hákon Rafn: Minn fyrsti leikur á þessum velli
„Kannski sjáum við Gylfa aftur á Englandi"
Andri Fannar: Erum eitt stórt lið
Kristall: Hefur alltaf liðið vel að spila hérna
Daníel: Allt annað en að vinna önnur lönd
Ólafur Ingi: Getur farið með bros á vör til Danmerkur
Leikdagurinn – Viktor Jónsson
   fim 18. júlí 2024 22:18
Stefán Marteinn Ólafsson
Gunnar Heiðar: Það er skemmtilegra að fá græna punktinn
Lengjudeildin
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Njarðvíkingar tóku á móti Leiknismönnum á Rafholtsvellinum í 13.umferð Lengjudeildarinnar í kvöld. 

Njarðvíkingar voru fyrir leikinn ekki búnir að vinna í síðustu fjórum leikjum sínum en þeim tókst að komast aftur á sigurbraut í kvöld.


Lestu um leikinn: Njarðvík 3 -  2 Leiknir R.

„Langt síðan við unnum síðast og bara virkilega gaman að sjá hvað strákarnir mínir lögðu sig mikið fram hérna í dag. Það er akkurat það sem við þurfum að gera í hverjum einasta leik til að vinna og við gerðum að í dag."  Sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur eftir sigurinn í kvöld.

Njarðvíkingar höfðu fyrir leikinn ekki unnið í síðustu fjórum leikjum sínum og var virkilega sætt að komast aftur á sigurbraut.

„Auðvitað er það skemmtilegra. Það er skemmtilegra að fá græna punktinn. Við erum ekki búnir að vera ánægðir með spilamennskuna hjá okkur í síðustu leikjum en virkilega ánægður að sjá spilamennskuna hérna í dag og 'attitute'-ið inni á vellinum og þegar við gerum þetta þá erum við helvíti góðir." 

Indriði Áki Þorláksson spilaði sinn fyrsta leik fyrir Njarðvíkinga í dag og spilaði 90 mínútur en hann hafði nýlega tekið fram skónna af hillunni og samið við Njarðvíkinga.

„Ég henti Indriða svolítið bara inn í djúpu laugina. Hann skilaði frábæru verki hérna í 90 mínútur og hann er ekki búin að spila fótbolta í hálft ár eða meira svo ég er bara hrikalega ánægður með að hann hafi náð að koma heill út úr þessu. Hann verður kannski stífur á morgun en hann stóð sig frábærlega eins og allir aðrir fannst mér." 

Nánar er rætt við Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfara Njarðvíkur í spilaranum hér fyrir ofan.


Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍBV 20 10 5 5 43 - 26 +17 35
2.    Keflavík 21 9 8 4 33 - 24 +9 35
3.    Fjölnir 20 9 7 4 32 - 24 +8 34
4.    Afturelding 20 10 3 7 36 - 34 +2 33
5.    Njarðvík 21 8 8 5 32 - 27 +5 32
6.    ÍR 20 8 8 4 28 - 24 +4 32
7.    Þróttur R. 20 7 6 7 30 - 26 +4 27
8.    Grindavík 20 6 7 7 38 - 38 0 25
9.    Leiknir R. 20 7 3 10 29 - 31 -2 24
10.    Þór 20 4 8 8 28 - 37 -9 20
11.    Grótta 20 4 4 12 29 - 46 -17 16
12.    Dalvík/Reynir 20 2 7 11 21 - 42 -21 13
Athugasemdir
banner
banner
banner