Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
   fim 18. júlí 2024 22:18
Stefán Marteinn Ólafsson
Gunnar Heiðar: Það er skemmtilegra að fá græna punktinn
Lengjudeildin
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Njarðvíkingar tóku á móti Leiknismönnum á Rafholtsvellinum í 13.umferð Lengjudeildarinnar í kvöld. 

Njarðvíkingar voru fyrir leikinn ekki búnir að vinna í síðustu fjórum leikjum sínum en þeim tókst að komast aftur á sigurbraut í kvöld.


Lestu um leikinn: Njarðvík 3 -  2 Leiknir R.

„Langt síðan við unnum síðast og bara virkilega gaman að sjá hvað strákarnir mínir lögðu sig mikið fram hérna í dag. Það er akkurat það sem við þurfum að gera í hverjum einasta leik til að vinna og við gerðum að í dag."  Sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur eftir sigurinn í kvöld.

Njarðvíkingar höfðu fyrir leikinn ekki unnið í síðustu fjórum leikjum sínum og var virkilega sætt að komast aftur á sigurbraut.

„Auðvitað er það skemmtilegra. Það er skemmtilegra að fá græna punktinn. Við erum ekki búnir að vera ánægðir með spilamennskuna hjá okkur í síðustu leikjum en virkilega ánægður að sjá spilamennskuna hérna í dag og 'attitute'-ið inni á vellinum og þegar við gerum þetta þá erum við helvíti góðir." 

Indriði Áki Þorláksson spilaði sinn fyrsta leik fyrir Njarðvíkinga í dag og spilaði 90 mínútur en hann hafði nýlega tekið fram skónna af hillunni og samið við Njarðvíkinga.

„Ég henti Indriða svolítið bara inn í djúpu laugina. Hann skilaði frábæru verki hérna í 90 mínútur og hann er ekki búin að spila fótbolta í hálft ár eða meira svo ég er bara hrikalega ánægður með að hann hafi náð að koma heill út úr þessu. Hann verður kannski stífur á morgun en hann stóð sig frábærlega eins og allir aðrir fannst mér." 

Nánar er rætt við Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfara Njarðvíkur í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner