Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   fim 18. júlí 2024 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Skoraði tvö í fyrsta leik með Inter
Mynd: Inter
Íranski sóknarmaðurinn Mehdi Taremi byrjar vel með ítalska félaginu Inter en hann skoraði tvö mörk er liðið vann 3-2 sigur á svissneska liðinu Lugano í gær.

Taremi kom til Inter á frjálsri sölu frá Porto á dögunum og var ekki lengi að koma sér í gang með nýja félaginu.

Hann skoraði tvö mörk með sjö mínútna millibili í síðari hálfleik gegn Lugano. Fyrra markið gerði hann á 53. mínútu úr vítaspyrnu og það síðara með laglegri afgreiðslu eftir hraða sókn.

Það ætti þó ekki að koma á óvart enda hefur hann verið einn besti sóknarmaður portúgölsku deildarinnar síðustu fjögur ár og verður spennandi að sjá hvað hann gerir í Seríu A á komandi leiktíð.


Athugasemdir
banner