Íranski sóknarmaðurinn Mehdi Taremi byrjar vel með ítalska félaginu Inter en hann skoraði tvö mörk er liðið vann 3-2 sigur á svissneska liðinu Lugano í gær.
Taremi kom til Inter á frjálsri sölu frá Porto á dögunum og var ekki lengi að koma sér í gang með nýja félaginu.
Hann skoraði tvö mörk með sjö mínútna millibili í síðari hálfleik gegn Lugano. Fyrra markið gerði hann á 53. mínútu úr vítaspyrnu og það síðara með laglegri afgreiðslu eftir hraða sókn.
Það ætti þó ekki að koma á óvart enda hefur hann verið einn besti sóknarmaður portúgölsku deildarinnar síðustu fjögur ár og verður spennandi að sjá hvað hann gerir í Seríu A á komandi leiktíð.
The Tucu and a brace from Taremi = victory in the first friendly ?#ForzaInter pic.twitter.com/aXc8MlyLHK
— Inter ?? (@Inter_en) July 17, 2024
Athugasemdir