Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   fim 18. júlí 2024 22:36
Brynjar Ingi Erluson
West Ham í viðræðum við Al-Ittihad um Kanté
N'Golo Kanté
N'Golo Kanté
Mynd: EPA
West Ham United er í viðræðum við Al-Ittihad um að fá franska miðjumanninn N'Golo Kanté aftur í ensku úrvalsdeildina en þetta fullyrðir Guardian í kvöld.

Þessi 33 ára gamli miðjumaður var lykilmaður í franska landsliðinu sem komst í undanúrslit Evrópumótsins í sumar, þrátt fyrir að hafa spilað í Sádi-Arabíu síðasta árið.

Síðasta áratuginn hefur Kanté verið með bestu varnarsinnuðu miðjumönnum heims og gæti West Ham verið að landa honum á næstu dögum.

Samkvæmt Guardian er félagið í viðræðum við Al-Ittihad um kaup á Kanté sem er metinn á 20 milljónir punda. Bæði félög eru vongóð um að koma þessum skiptum í gegn.

Kanté eyddi sjö árum hjá Chelsea áður en hann fór til Sádi-Arabíu á síðasta ári.

Hann vann sjö titla með Lundúnaliðinu, þar á meðal ensku úrvalsdeildina og Meistaradeild Evrópu. Áður lék hann með Leicester City og var einn af mikilvægustu mönnum í liðinu sem vann ensku úrvalsdeildina óvænt tímabilið 2015-2016.

Á fyrsta tímabili hans með Chelsea vann hann deildina og var valinn leikmaður ársins en Julen Lopetegui, stjóri West Ham, er sannfærður um að Kanté hafi enn burði til þess að spila á hæsta stigi fótboltans.
Athugasemdir
banner
banner
banner