Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 18. ágúst 2019 18:22
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið Stjörnunnar og ÍA: Nýliði hjá Skagamönnum
Gonzalo Zamorano byrjar.
Gonzalo Zamorano byrjar.
Mynd: Raggi Óla
Gott og gleðilegt kvöld og verið velkomin með okkur í Garðabæinn þar sem Stjarnan og ÍA eigast við í 17. umferð Pepsi Max-deildar karla.

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá leiknum

Stjarnan tapaði 4-2 fyrir KA í síðustu umferð en liðið er með 24 stig og markmiðið er að enda í Evrópusæti.

ÍA er aðeins tveimur stigum á eftir. Skagamenn byrjuðu tímabilið af miklum krafti en stigasöfnunin hefur gengið brösuglega upp á síðkastið og þrír tapleikir komnir í röð.

Fimm leikmenn alls taka út leikbann í kvöld! Albert Hafsteinsson, Óttar Bjarni Guðmundsson og Sindri Snær Magnússon eru í banni hjá ÍA en Stjarnan er án miðvarðanna Daníels Laxdal og Martin Rauschenberg.

Gonzalo Zamorano fær byrjunarliðsleik hjá ÍA og einnig Hlynur Sævar Jónsson sem er tvítugur og er að leika sinn fyrsta leik í Pepsi Max-deildinni. Hann lék með Kára í 2. deildinni fyrr í sumar.

Hjá Stjörnunni er Elís Rafn Björnsson meðal byrjunarliðsmanna.

Byrjunarlið Stjörnunnar:
1. Haraldur Björnsson
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
3. Jósef Kristinn Jósefsson
7. Guðjón Baldvinsson
8. Baldur Sigurðsson (f)
10. Hilmar Árni Halldórsson
11. Þorsteinn Már Ragnarsson
18. Sölvi Snær Guðbjargarson
20. Eyjólfur Héðinsson
21. Elís Rafn Björnsson
29. Alex Þór Hauksson

Byrjunarlið ÍA:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
2. Hörður Ingi Gunnarsson
4. Arnór Snær Guðmundsson
5. Einar Logi Einarsson
8. Hallur Flosason
17. Gonzalo Zamorano
18. Stefán Teitur Þórðarson
19. Bjarki Steinn Bjarkason
21. Aron Kristófer Lárusson
22. Steinar Þorsteinsson
24. Hlynur Sævar Jónsson

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá leiknum
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner