Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 18. ágúst 2019 15:36
Ívan Guðjón Baldursson
Fyrsta tap Rostov kom í dag - Ísak Snær í sigurliði Norwich
Ísak Snær er fæddur 2001.
Ísak Snær er fæddur 2001.
Mynd: .
Ragnar Sigurðsson var í byrjunarliði Rostov og bar fyrirliðabandið er liðið heimsótti Ufa í rússnesku deildinni.

Sigur hefði fleytt Rostov á toppinn en leikurinn var afar jafn og leiddu heimamenn í Ufa í leikhlé eftir mark frá nígeríska framherjanum Sylvester Igboun, þekktur sem Sly.

Sly tvöfaldaði forystuna í síðari hálfleik og var engin leið til baka fyrir Rostov sem tapaði sínum fyrsta deildarleik á tímabilinu. Liðið er með ellefu stig eftir sex umferðir.

Ufa 2 - 0 FK Rostov
1-0 Sly ('40)
2-0 Sly ('79)

Ísak Snær Þorvaldsson lék þá allan leikinn fyrir varalið Norwich sem hafði betur gegn Sunderland í varaliðadeildinni.

Ísak Snær er aðeins 18 ára gamall og spilaði sem fremsti maður í 1-2 sigri.

Sunderland U23 1 - 2 Norwich U23
1-0 L. Connelly ('16)
1-1 L. Lomas ('42)
1-2 G. Yahyai ('77)

Þess má þá geta að liðsfélagar Andra Rúnars Bjarnasonar í Kaiserslautern í þýsku C-deildinni töpuðu 0-3 á heimavelli fyrir Braunschweig.

Andri Rúnar var ekki í leikmannahópi Kaiserslautern og hefur ekki verið síðustu þrjá leiki.

Kaiserslautern hefur farið illa af stað í ár og er með fimm stig eftir fimm umferðir.
Athugasemdir
banner
banner
banner