Öllum leikjum dagsins er lokið í Championship deildinni þar sem lið mættust í annarri umferð á nýju tímabili.
Stefán Teitur Þórðarson og Willum Þór Willumsson byrjuðu á varamannabekkjunum hjá Preston North End og Birmingham í dag.
Stefáni Teiti var skipt inn af bekknum á 73. mínútu í stöðunni 1-1 í leik Preston gegn sterku liði Leicester City. Tólf mínútum síðar skoraði Milutin Osmajic sigurmarkið fyrir Preston.
Svipað var uppi á tenignum hjá Birmingham sem var 1-0 undir gegn Blackburn þegar Willum var skipt inn á 88. mínútu.
Jay Stansfield jafnaði metin skömmu síðar af vítapunktinum og gerði Lyndon Dykes afar dramatískt sigurmark á 98. mínútu.
Preston og Birmingham voru sterkari aðilinn og verðskulduðu sigrana. Bæði lið eiga fjögur stig eftir tvær fyrstu umferðirnar.
Í öðrum leikjum dagsins þá steinlágu Sheffield Wednesday og Millwall á heimavelli gegn Stoke City og Middlesbrough.
Watford lagði QPR að velli á meðan Swansea sigraði óvænt gegn Sheffield United.
Preston NE 2 - 1 Leicester City
1-0 Alfie Devine ('7 )
1-1 Jeremy Monga ('67 )
2-1 Milutin Osmajic ('85 )
Blackburn 1 - 2 Birmingham
1-0 Todd Cantwell ('50 )
1-1 Jay Stansfield ('90 , víti)
1-2 Lyndon Dykes ('98 )
Watford 2 - 1 QPR
1-0 Luca Kjerrumgaard ('19 )
2-0 Luca Kjerrumgaard ('23 )
2-1 Kieran Morgan ('45 )
Rautt spjald: Imran Louza, Watford ('90)
Swansea 1 - 0 Sheffield Utd
1-0 Ronald Pereira Martins ('66 )
Millwall 0 - 3 Middlesbrough
0-1 Hayden Hackney ('49 )
0-2 Alfie Jones ('87 )
0-3 Delano Burgzorg ('90 )
Sheffield Wed 0 - 3 Stoke City
0-1 Million Manhoef ('1 )
0-2 Divin Mubama ('46 )
0-3 Million Manhoef ('70 )
Bristol City 0 - 0 Charlton Athletic
Athugasemdir