Hákon Arnar Haraldsson er að hefja sitt þriðja tímabil í röðum Lille í Frakklandi og er hann búinn að breyta um treyjunúmer.
Hákon er kominn í treyju númer 10 sem er eitt virtasta númer í sögu félagsins. Eden Hazard bar það á bakinu tímabilið 2011-12 áður en hann var seldur til Chelsea.
Hákon var númer 17 á sínu fyrsta tímabili hjá Lille og fékk svo treyju númer 7 fyrir síðustu leiktíð. Nú fær hann tíuna eftir að Rémy Cabella yfirgaf félagið til að skipta yfir til Olympiakos í Grikklandi.
Hákon og félagar spila sinn fyrsta leik á nýju deildartímabili á morgun, gegn Brest.
11.08.2025 10:00
Sonur Dagnýjar fékk treyju Hákons
Hákon Arnar Haraldsson ????????????
— LOSC (@LOSC_EN) August 14, 2025
pic.twitter.com/e4dDmhFwIt
Athugasemdir