Baleba fer ekki til Man Utd í sumar - Newcastle enn í framherjaleit - Ederson til Galatasaray?
   lau 16. ágúst 2025 16:10
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Wolves og Man City: Ederson ekki í hóp
Mynd: EPA
Mynd: Wolves
Wolves og Manchester City eigast við í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni og hafa byrjunarliðin verið tilkynnt.

Brasilíski markvörðurinn Ederson er ekki í hóp hjá Manchester City vegna orðróma sem segja hann vera að íhuga að skipta um félag fyrir gluggalok. James Trafford byrjar á milli stanganna með Stefan Ortega á bekknum.

Erling Haaland er á sínum stað í byrjunarliðinu og fær Norðmaðurinn efnilegi Oscar Bobb einnig að byrja þennan leik. Omar Marmoush, Rayan Cherki og Ilkay Gündogan eru meðal varamanna.

Í liði heimamanna í Wolverhampton fer David Möller Wolfe beint í byrjunarliðið eftir að hafa verið keyptur úr röðum AZ Alkmaar. Hann tekur sæti Rayan Aït-Nouri í vinstri bakvarðarstöðunni. Nýju leikmennirnir Jhon Arias og Fer López byrja á bekknum en Jörgen Strand Larsen er á sínum stað í fremstu víglínu.

Wolves: Sa, Doherty, Agbadou, Toti, Hoever, J.Gomes, Andre, Wolfe, Bellegarde, Larsen, Munetsi.
Varamenn: Johnstone, H.Bueno, S.Bueno, Arias, Hwang, Mosquera, Kalajdzic, R.Gomes, Lopez.

Man City: Trafford, Lewis, Stones, Dias, Ait-Nouri, Gonzalez, Reijnders, Bobb, Silva, Doku, Haaland.
Varamenn: Ortega, Ake, Marmoush, Cherki, Gundogan, Akanji, Nunes, O'Reilly, Khusanov.
Athugasemdir
banner