Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 18. september 2020 05:55
Aksentije Milisic
Ísland um helgina - Stjarnan og Valur mætast í toppslag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Mynd: Daníel Þór Cekic
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Gleðilegan föstudag lesendur góðir. Það verður mikið um að vera í fótboltanum hér á Íslandi um helgina og mikið fjör.

Helgin byrjar á tveimur leikjum í 2. deild karla og Lengjudeild kvenna. Njarðvík fær lið ÍR í heimsókn. Njarðvík er í toppbaráttunni en liðið er að elta Kórdrengi og Selfoss sem sitja í tveimur efstu sætunum. ÍR er hins vegar í bullandi fallbaráttu og hefur liðinu gengið illa í síðustu leikjum. Í hinum leik dagsins fer KF í Hafnarfjörðinn og mætir Haukum.

Í Lengjudeild kvenna fær Grótta, sem situr í fjórða sæti deildarinnar, Keflavík í heimsókn. Keflavík er í öðru sæti og stefnir aftur upp í deild þeirra bestu. Í hinum leiknum fær Víkingur Reykjavík lið Augnabliks í heimsókn.

Á laugardaginn mætast Fjölnir og KA í Pepsi Max deild karla og þá fer fram heil umferð í 3. deild og fjórir leikir í 2. deild. Þá hefst úrslitakeppnin í 4. deild og einnig er leikið í Lengjudeild kvenna og í 2. deild.

Á sunnudaginn er spilað í Pepsi Max deild karla og þar fara fram tveir stórleikir. Stjarnan mætir Val og Breiðablik fær KR í heimsókn. Alla leiki helgarinnar má sjá hér fyrir neðan.

föstudagur 18. september

2. deild karla
16:45 Njarðvík-ÍR (Rafholtsvöllurinn)
18:00 Haukar-KF (Ásvellir)

3. deild karla
16:30 Reynir S.-Tindastóll (BLUE-völlurinn)

Lengjudeild kvenna
19:15 Grótta-Keflavík (Vivaldivöllurinn)
19:15 Víkingur R.-Augnablik (Víkingsvöllur)

laugardagur 19. september

Pepsi Max-deild karla
14:00 Fjölnir-KA (Extra völlurinn)

2. deild karla
13:00 Völsungur-Kórdrengir (Vodafonevöllurinn Húsavík)
14:00 Selfoss-Þróttur V. (JÁVERK-völlurinn)
14:00 Víðir-Kári (Nesfisk-völlurinn)
16:00 Dalvík/Reynir-Fjarðabyggð (Dalvíkurvöllur)

3. deild karla
13:30 Einherji-KV (Vopnafjarðarvöllur)
14:00 Augnablik-Elliði (Fagrilundur - gervigras)
14:00 Vængir Júpiters-Sindri (Fjölnisvöllur - Gervigras)
14:00 KFG-Álftanes (Samsungvöllurinn)
14:00 Höttur/Huginn-Ægir (Vilhjálmsvöllur)
14:00 Reynir S.-Tindastóll (BLUE-völlurinn)

Lengjudeild kvenna
14:00 Tindastóll-ÍA (Sauðárkróksvöllur)
17:00 Afturelding-Fjölnir (Fagverksvöllurinn Varmá)

2. deild kvenna
14:00 HK-Sindri (Kórinn)
14:00 Hamar-ÍR (Grýluvöllur)

4. deild karla - úrslitakeppni
13:00 KÁ-Kormákur/Hvöt (Ásvellir)
13:00 KH-Hamar (Valsvöllur)
14:00 ÍH-Kría (Skessan)
15:00 KFR-KFS (SS-völlurinn)

sunnudagur 20. september

Pepsi Max-deild karla
14:00 ÍA-Grótta (Norðurálsvöllurinn)
17:00 Fylkir-FH (Würth völlurinn)
17:00 Stjarnan-Valur (Samsungvöllurinn)
19:15 Breiðablik-KR (Kópavogsvöllur)
19:15 Víkingur R.-HK (Víkingsvöllur)

Lengjudeild karla
14:00 Keflavík-Þróttur R. (Nettóvöllurinn)
14:00 Vestri-Leiknir F. (Olísvöllurinn)
14:00 Afturelding-Víkingur Ó. (Fagverksvöllurinn Varmá)
14:00 ÍBV-Þór (Hásteinsvöllur)
16:00 Magni-Leiknir R. (Grenivíkurvöllur)

Lengjudeild kvenna
16:00 Haukar-Völsungur (Ásvellir)

2. deild kvenna
14:00 Grindavík-Fram (Grindavíkurvöllur)
14:00 Fjarðab/Höttur/Leiknir-Álftanes (Fjarðabyggðarhöllin)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner