Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   lau 18. september 2021 16:01
Jóhann Þór Hólmgrímsson
3. deild: Ægir upp í 2. deild - Tindastóll og Einherji falla
Ægir upp í 2. deild
Ægir upp í 2. deild
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Það var gríðarleg spenna fyrir lokaumferðina í 3. deild karla í dag. þrjú lið börðust á toppi og botni.

Ægir sigraði Höttur/Huginn 2-1. Höttur/Huginn var búið að vinna deildina fyrir umferðina en Ægir var í bílstjórasætinu um 2. sætið og tryggði því sætið sitt í 2. deild á næstu leiktíð með sigrinum.

KFG og Sindri freistuðust þess að Ægir myndi misstíga sig en liðin mættust í dag. KFG vann leikinn með fjórum mörkum gegn tveimur en Sindri minnkaði muninn með tveimur mörkum þegar skammt var eftir af leiknum.

ÍH hélt sæti sínu með 2-1 sigri á Elliða en Einherji fellur á markatölu eftir markalaust jafntefli gegn Víði. Tindastóll fellur með Einherja eftir 4-3 tap gegn KFS í Vestmannaeyjum.

Úrslit, markaskorarar og lokastöðuna í deildinni má sjá hér að neðan.

Elliði 1-2 ÍH

Huginn/Höttur 1-2 Ægir
0-1 Arilíus Óskarsson
1-1 Manuel Garcia Mariano
1-2 (Markaskorara vantar)

KFG 4-2 Sindri
1-0 Gunnar Helgi Hálfdánarson
2-0 Jóhann Ólafur Jóhannsson
3-0 Jóhann Ólafur Jóhannsson
3-1 Sævar Gunnarsson, víti
3-2 Ibrahim Sorie Barrie
4-2 Jóhann Ólafur Jóhannsson, víti

KFS 4-3 Tindastóll

Einherji 0-0 Víðir
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner