Ronaldo vill fá Casemiro til Sádi-Arabíu - Man Utd gæti gert lánstilboð í Kolo Muani - Dortmund hefur áhuga á Rashford
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
   lau 18. september 2021 17:19
Sverrir Örn Einarsson
Bjössi Hreiðars: Ég verð á einhverjum góðum stað
Lengjudeildin
Sigurbjörn Hreiðarsson fráfarandi þjálfari Grindavíkur
Sigurbjörn Hreiðarsson fráfarandi þjálfari Grindavíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta voru ótrúlega erfiðar aðstæður í dag. Við byrjuðum á móti þessu, rennblautur völlur og brjáluðu roki og fengum á okkur mörk og þeir gengu á lagið með aðstæðum.“
Voru fyrstu orð Sigurbjörns Hreiðarssonar fráfarandi þjálfara Grindvíkur sem stýrði liðinu í síðasta sinn í dag er liðið beið lægri hlut fyrir Víkingum frá Ólafsvík 4-2 í Grindavík fyrr í dag.

Lestu um leikinn: Grindavík 2 -  4 Víkingur Ó.

Sigurbjörn sem hefur stýrt liðinu undanfarin tvö ár kveður í dag eins og áður segir. Hann fór aðeins yfir tíma sinn með Grindavík í viðtalinu.

„Við byrjum ekkert sérstaklega í fyrra en við áttum þrjá leiki eftir á meðan önnur lið áttu tvo og við hefðum getað farið yfir 40 stigin þá. Við áttum eftir að spila við Keflavík og Leikni sem fóru upp og við vorum í miklum gír þannig að tímabilið í fyrra var fínt tímabil. Fyrsti þriðjungur í ár var góður en auðvitað eru þetta vonbrigði. Ég er í þessu til að vinna og við ætluðum okkur hluti en það er bara hægara sagt en gert að fara upp úr deildinni. Það er orðið gríðarlega erfitt og það þarf allt að ganga upp hjá þér ef þú ætlar upp. “

Fréttaritari hefur átt mörg góð samtöl við Sigurbjörn á síðustu árum og nýtti lokaandartök viðtalsins í að þakka Sigurbirni og koma því á framfæri að hann vonaðist eftir því að Sigurbjörn yrði mættur aftur á hliðarlínunna sem fyrst.

„Það er búið að vera gaman að spjalla við þig í sumar. En maður er ekkert hættur. Þetta er bara skref á ferlinum og menn þjálfa á ýmsum stöðum og ýmsa klúbba og lífið heldur áfram. Það verður spilaður fótbolti í Grindavík þó ég hætti. Ég verð á einhverjum góðum stað það er pottþétt mál.“

Sagði Sigurbjörn en sjö mínútna viðtal við hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner