Sádar gera allt til að fá Salah - Semenyo vill helst fara til Liverpool - Liverpool og Barca vilja Guehi
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
banner
   lau 18. september 2021 17:19
Sverrir Örn Einarsson
Bjössi Hreiðars: Ég verð á einhverjum góðum stað
Lengjudeildin
Sigurbjörn Hreiðarsson fráfarandi þjálfari Grindavíkur
Sigurbjörn Hreiðarsson fráfarandi þjálfari Grindavíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta voru ótrúlega erfiðar aðstæður í dag. Við byrjuðum á móti þessu, rennblautur völlur og brjáluðu roki og fengum á okkur mörk og þeir gengu á lagið með aðstæðum.“
Voru fyrstu orð Sigurbjörns Hreiðarssonar fráfarandi þjálfara Grindvíkur sem stýrði liðinu í síðasta sinn í dag er liðið beið lægri hlut fyrir Víkingum frá Ólafsvík 4-2 í Grindavík fyrr í dag.

Lestu um leikinn: Grindavík 2 -  4 Víkingur Ó.

Sigurbjörn sem hefur stýrt liðinu undanfarin tvö ár kveður í dag eins og áður segir. Hann fór aðeins yfir tíma sinn með Grindavík í viðtalinu.

„Við byrjum ekkert sérstaklega í fyrra en við áttum þrjá leiki eftir á meðan önnur lið áttu tvo og við hefðum getað farið yfir 40 stigin þá. Við áttum eftir að spila við Keflavík og Leikni sem fóru upp og við vorum í miklum gír þannig að tímabilið í fyrra var fínt tímabil. Fyrsti þriðjungur í ár var góður en auðvitað eru þetta vonbrigði. Ég er í þessu til að vinna og við ætluðum okkur hluti en það er bara hægara sagt en gert að fara upp úr deildinni. Það er orðið gríðarlega erfitt og það þarf allt að ganga upp hjá þér ef þú ætlar upp. “

Fréttaritari hefur átt mörg góð samtöl við Sigurbjörn á síðustu árum og nýtti lokaandartök viðtalsins í að þakka Sigurbirni og koma því á framfæri að hann vonaðist eftir því að Sigurbjörn yrði mættur aftur á hliðarlínunna sem fyrst.

„Það er búið að vera gaman að spjalla við þig í sumar. En maður er ekkert hættur. Þetta er bara skref á ferlinum og menn þjálfa á ýmsum stöðum og ýmsa klúbba og lífið heldur áfram. Það verður spilaður fótbolti í Grindavík þó ég hætti. Ég verð á einhverjum góðum stað það er pottþétt mál.“

Sagði Sigurbjörn en sjö mínútna viðtal við hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner