Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
   lau 18. september 2021 17:19
Sverrir Örn Einarsson
Bjössi Hreiðars: Ég verð á einhverjum góðum stað
Lengjudeildin
Sigurbjörn Hreiðarsson fráfarandi þjálfari Grindavíkur
Sigurbjörn Hreiðarsson fráfarandi þjálfari Grindavíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta voru ótrúlega erfiðar aðstæður í dag. Við byrjuðum á móti þessu, rennblautur völlur og brjáluðu roki og fengum á okkur mörk og þeir gengu á lagið með aðstæðum.“
Voru fyrstu orð Sigurbjörns Hreiðarssonar fráfarandi þjálfara Grindvíkur sem stýrði liðinu í síðasta sinn í dag er liðið beið lægri hlut fyrir Víkingum frá Ólafsvík 4-2 í Grindavík fyrr í dag.

Lestu um leikinn: Grindavík 2 -  4 Víkingur Ó.

Sigurbjörn sem hefur stýrt liðinu undanfarin tvö ár kveður í dag eins og áður segir. Hann fór aðeins yfir tíma sinn með Grindavík í viðtalinu.

„Við byrjum ekkert sérstaklega í fyrra en við áttum þrjá leiki eftir á meðan önnur lið áttu tvo og við hefðum getað farið yfir 40 stigin þá. Við áttum eftir að spila við Keflavík og Leikni sem fóru upp og við vorum í miklum gír þannig að tímabilið í fyrra var fínt tímabil. Fyrsti þriðjungur í ár var góður en auðvitað eru þetta vonbrigði. Ég er í þessu til að vinna og við ætluðum okkur hluti en það er bara hægara sagt en gert að fara upp úr deildinni. Það er orðið gríðarlega erfitt og það þarf allt að ganga upp hjá þér ef þú ætlar upp. “

Fréttaritari hefur átt mörg góð samtöl við Sigurbjörn á síðustu árum og nýtti lokaandartök viðtalsins í að þakka Sigurbirni og koma því á framfæri að hann vonaðist eftir því að Sigurbjörn yrði mættur aftur á hliðarlínunna sem fyrst.

„Það er búið að vera gaman að spjalla við þig í sumar. En maður er ekkert hættur. Þetta er bara skref á ferlinum og menn þjálfa á ýmsum stöðum og ýmsa klúbba og lífið heldur áfram. Það verður spilaður fótbolti í Grindavík þó ég hætti. Ég verð á einhverjum góðum stað það er pottþétt mál.“

Sagði Sigurbjörn en sjö mínútna viðtal við hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir