Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 18. september 2021 14:30
Aksentije Milisic
Dómari kastaði skó í átt að Mourinho
Clattenburg.
Clattenburg.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mark Clattenburg, fyrrverandi dómari í ensku úrvalsdeildinni, segir frá því þegar hann kastaði skó í átt að Jose Mourinho þegar Portúgalinn var stjóri Manchester United.

Atvikið átti sér stað árið 2017 þegar United og Stoke City gerðu 1-1 jafntefli.

„Þetta gerðist stuttu eftir að leiknum lauk. Það var bankað á dyrnar hjá mér og þar stóð Jose Mourinho. Ég var akkúrat að klæða mig úr skónum þá," segir Clattenburgh.

„Þú hlýtur að vera sáttur í þetta skiptið. Þú getur ekki kennt mér um jafnteflið, er það?" sagði Clatteburg við Mourinho.

„Ég get það. Ég sá myndbandið og þú klikkaðir," svaraði Mourinho.

Þá tók Clattenburg upp skóinn, kastaði honum í áttina að Mourinho og sagði honum að hypja sig út.

„Mourinho fraus bara. Ég var kominn með nóg af þessu og ég missti mig. Hann vissi ekki hvað hann átti að segja. Ég horfði á atvikið á leiðinni heim og þetta var rétt ákvörðun hjá mér. Boltinn fór í brjóstkassann á Shawcross."

Mourinho, sem þjálfar Roma í dag, hefur farið frábærlega af stað hjá félaginu og situr í efsta sætinu í Serie A eftir þrjár umferðir.
Athugasemdir
banner
banner