Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 19. september 2021 09:02
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jón Þór spáir í 21. umferð Pepsi Max
Jón Þór Hauksson.
Jón Þór Hauksson.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Atli Gunnar, markvörður FH.
Atli Gunnar, markvörður FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Þór Hauksson, þjálfari Vestra og fyrr í sumar sérfræðingur í Pepsi Max-stúkunni, er spámaður umferðarinnar í Pepsi Max.

Næstsíðasta umferðin fer að mestu leyti fram í dag, sunnudag, og lýkur með einum leik á morgun, mánudag.

Kristian Hlynsson spáði í leiki 20. umferðar og var með fjóra leiki rétta.

Svona spáir Jón Þór leikjunum:

Leiknir 2 – 2 Keflavík
Það er jafnteflisbragur á þessum leik. Leiknir vill gera betur eftir slakan leik á Skaganum í síðustu umferð. Leiknismenn vilja alls ekki enda gott tímabil með tapi í síðasta heimaleiknum.

ÍA 7 – 0 Fylkir
Ég elska RPS og lít á hann sem einn af mínum betri vinum. Hann er alltaf að fara að bjarga Fylki frá falli. Ég bý hinsvegar á Akranesi og verð þar um helgina þannig að með velferð fjölskyldunnar í huga spái ég öruggum heimasigri.

FH 2 – 2 Breiðablik
Fjalar er alltaf að járna sinn mann í markinu sem kemur í stað Gunnars sem er í leikbanni. Ég spái því að Atli Gunnar verði maður leiksins.

KR 2 – 4 Víkingur
KR leiðir 2-0 í hálfleik. Víkingur með alvöru kombakk og vinna í stórkostlegum leik. Við Vestramenn munum því spila tvo bikarleiki í röð gegn ríkjandi Íslandsmeisturum.

Valur 2 – 0 KA
Eftir erfitt gengi að undanförnu mun Valur snúa þessu við enda HG einn okkar allra besti þjálfari og fyrirmynd fyrir okkur hina. Hann mun þurfa að leita djúpt í sinn innri Skagamann. Andri A og Tryggvi með mörkin. Arnór Smára mun stjórna flæðinu inná miðjunni og leggja grunninn að mörkunum.

HK 1 - 2 Stjarnan
Þetta verður hörkuleikur sem mínir fyrrum félagar vinna að lokum. Hilmar og Einar Karl með tvær sleggjur.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner