Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 18. september 2022 15:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Fyrsti sigur Monza á tímabilinu kom gegn Juventus
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA

Það var þremur leikjum að ljúka í ítölsku deildinni rétt í þessu þar sem stórveldið Juventus tapaði óvænt gegn nýliðum Monza.


Juve spilaði stærsta hluta leiksins manni færri eftir að Angel Di Maria gaf andstæðingi sínum olnbogaskot í bringuna á 40. mínútu.

Tíu leikmenn Juve sköpuðu sér lítið og tókst þeim ekki að koma í veg fyrir mark Christian Gytkjær á 74. mínútu. Hinn danski Gytkjær skoraði sigurmarkið 20 mínútum eftir innkomu sína af bekknum.

Juve reyndi að jafna en Dusan Vlahovic fékk litla sem enga þjónustu í fremstu víglínu. Hann fékk tækifæri til að skora en nýtti ekki og urðu lokatölur 1-0. Juve fer inn í landsleikjahlé með tíu stig eftir sjö umferðir. Þetta er fyrsta tap liðsins á deildartímabilinu.

Monza 1 - 0 Juventus
1-0 Christian Gytkjær ('74)
Rautt spjald: Angel Di Maria, Juventus ('40)

Lazio heimsótti þá nýliða Cremonese og rúllaði yfir þá. Leikmenn voru að svara fyrir sig eftir hrikalegt 5-1 tap gegn Midtjylland í vikunni.

Ciro Immobile skoraði tvö og gaf eina stoðsendingu og þá átti Sergej Milinkovic-Savic bæði mark og stoðsendingu.

Að lokum hafði Fiorentina betur gegn Verona þrátt fyrir vítaspyrnuklúður Cristiano Biraghi. Jonathan Ikone fékk tækifæri í byrjunarliðinu og nýtti það til að skora laglegt mark eftir flott einstaklingsframtak.

Nico Gonzalez hefur verið að glíma við erfið meiðsli á hæl og náði að spila síðustu 25 mínútur leiksins. Hann innsiglaði sigurinn undir lokin.

Cremonese 0 - 4 Lazio
0-1 Ciro Immobile ('7)
0-2 Ciro Immobile ('21, víti)
0-3 Sergej Milinkovic-Savic ('45)
0-4 Pedro ('79)

Fiorentina 2 - 0 Verona
1-0 Jonathan Ikone ('13)
2-0 Nico Gonzalez ('90)


Athugasemdir
banner
banner
banner