Daníel Laxdal, leikmaður Stjörnunnar, lá í tæpar fimm mínútur á Origo vellinum í gær áður en hann fór af velli á 66. mínútu.
Miðvörðurinn fékk nokkuð þungt högg og gat ekki leikið áfram.
Miðvörðurinn fékk nokkuð þungt högg og gat ekki leikið áfram.
Lestu um leikinn: Valur 2 - 0 Stjarnan
„Hann er með mjög afgerandi glóðarauga, hann verður myndarlegur út vikuna. Hann virðist að öðru leyti vera í lagi," sagði Jökull Elísabetarson við Fótbolta.net í dag.
„Ég hef ekki náð að tala við hann. Hann var á spítala eitthvað fram á nótt," sagði þjálfarinn.
Ekki náðist í Daníel við vinnslu fréttarinnar.
Athugasemdir