Liverpool er núna að vinna í því að framlengja samning við Trent Alexander-Arnold.
Leikmaðurinn er með samning sem gildir til ársins 2025 en Liverpool vill framlengja þann samning enn frekar.
Alexander-Arnold kom upp úr akademíu Liverpool árið 2016 og hefur síðan þá spilað 277 leiki fyrir félagið. Hann missti af síðasta leik gegn Úlfunum vegna meiðsla.
Hinn 24 ára gamli Alexander-Arnold hefur verið að leysa öðruvísi hlutverk á þessari leiktíð þar sem hann hefur verið að koma meira inn úr bakverðinum og inn á miðsvæðið.
Leikmaðurinn hefur unnið allt sem hægt er að vinna með Liverpool.
Athugasemdir