Endurkoma á Trafford? - Liverpool vill Eze - Pogba til Bandaríkjanna - Duran til Madríd?
banner
   mán 18. september 2023 11:46
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Siggi Marinó leggur skóna á hilluna
Lengjudeildin
Mynd: Þór
Þórsarar heiðruðu um helgina Sigurð Marinó Kristjánsson fyrir sinn feril. Siggi Marinó, eins og hann er oftast kallaður, hefur lagt skóna á hilluna.

„Sigga Marinó þarf ekki að kynna fyrir okkur Þórsurum. Siggi á 331 leik fyrir Þór í deild, deildarbikar og Evrópu og 25 mörk," segir í færslu félagsins.

„Hann er uppalinn Þórsari og er einn leikjahæsti leikmaður í sögu félagsins. Sveinn Elías, formaður knattspyrnudeildar, heiðraði Sigga fyrir leik Þórs og Grindavíkur á laugardag."

„Við þökkum Sigga Marinó kærlega fyrir hans framlag til klúbbsins okkar í gegnum tíðina!"


Siggi er 31 árs miðjumaður sem sinn fyrsta leik fyrri Þór sumarið 2007. Margir hafa í gegnum tíðina kallað hann Evrópu-Sigga fyrir þrennuna gegn Bohemian á Þórsvelli í forkeppni Evrópudeildarinnar 2011. Hann lék með Magna tímabilið 2018 og lék einn leik með Magna tímabilið 2023. Fyrir utan það lék hann allan ferilinn með Þór.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner