Þórsarar heiðruðu um helgina Sigurð Marinó Kristjánsson fyrir sinn feril. Siggi Marinó, eins og hann er oftast kallaður, hefur lagt skóna á hilluna.
„Sigga Marinó þarf ekki að kynna fyrir okkur Þórsurum. Siggi á 331 leik fyrir Þór í deild, deildarbikar og Evrópu og 25 mörk," segir í færslu félagsins.
„Hann er uppalinn Þórsari og er einn leikjahæsti leikmaður í sögu félagsins. Sveinn Elías, formaður knattspyrnudeildar, heiðraði Sigga fyrir leik Þórs og Grindavíkur á laugardag."
„Við þökkum Sigga Marinó kærlega fyrir hans framlag til klúbbsins okkar í gegnum tíðina!"
Siggi er 31 árs miðjumaður sem sinn fyrsta leik fyrri Þór sumarið 2007. Margir hafa í gegnum tíðina kallað hann Evrópu-Sigga fyrir þrennuna gegn Bohemian á Þórsvelli í forkeppni Evrópudeildarinnar 2011. Hann lék með Magna tímabilið 2018 og lék einn leik með Magna tímabilið 2023. Fyrir utan það lék hann allan ferilinn með Þór.
Athugasemdir