Real gæti gert janúartilboð í Trent - O'Neil verður ekki rekinn - Liverpool vill Eze
banner
   mið 18. september 2024 14:56
Elvar Geir Magnússon
Ben Yedder handtekinn eftir ósæmilega hegðun á viskífylleríi
Wissam Ben Yedder í landsleik á Laugardalsvelli.
Wissam Ben Yedder í landsleik á Laugardalsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Wissam Ben Yedder, fyrrum leikmaður franska landsliðsins, hefur viðurkennt að vera alkahólisti í kjölfar ásakana um ósæmilega hegðun við unga konu.

Ben Yedder er 34 ára og yfirgaf Mónakó í sumar þegar samningur hans rann út. Hann er án félags og var handtekinn í nágrenni Nice fyrr í þessum mánuði.

RMC Sport segir Ben Yedder hafa verið blindfullan eftir viskídrykkju. Hann hafi keyrt með konunni, sem er fædd 2001, í bílakjallara og reynt sjálfsfróun fyrir framan hana á meðan hann snerti á henni lærin. Konan hafi síðan flúið út úr bílnum og farið í felur.

Ben Yedder er í farbanni og í útgöngubanni frá 20 á kvöldin til 6 á morgnana fram að réttarhöldunum. Honum er bannað að fara á bari eða skemmtistaði og má ekki nálgast meint fórnarlamb sitt. Hann þarf einnig að gefa sig fram á lögreglustöð tvisvar í viku.

Ben Yedder lék síðast fyrir franska landsliðið 2022 en hann hefur lekið nítján landsleiki. Hann hefur spilað fyrir Toulouse, Sevilla, og Mónakó og samtals skorað 259 mörk í 513 leikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner