Slot opinn fyrir sölu á markvörðum - Isak efstur á lista Arsenal - Meint risatilboð í Yamal - Guler og Charles til Arsenal? - Thuram og Marmoush til...
   mið 18. september 2024 10:40
Elvar Geir Magnússon
Keflavík sigurstranglegast í umspilinu
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Raggi Óla
Lesendur Fótbolta.net telja líklegast að Keflavík verði það lið sem fylgi ÍBV upp í Bestu deildina. Keflavík er eitt fjögurra liða sem keppir í umspili um að komast upp.

Í dag í Mjóddinni verður fyrri leikurinn gegn ÍR í undanúrslitum en sá seinni verður í Keflavík á sunnudag. Sigurliðið mun mæta Fjölni eða Aftureldingu í hreinum úrslitaleik á Laugardalsvelli, 50 milljóna króna leiknum.

Samkvæmt skoðanakönnun sem var á forsíðu þá spá lesendur því að Keflavík og Afturelding leiki til úrslita í umspilinu. Fæstir hafa trú á því að Fjölnir vinni umspilið.

Hverjir vinna umspil Lengjudeildarinnar?
40% Keflavík (550)
30% Afturelding (409)
17% ÍR (233)
13% Fjölnir (172)

miðvikudagur 18. september
16:45 ÍR-Keflavík (ÍR-völlur)

fimmtudagur 19. september
19:15 Afturelding-Fjölnir (Malbikstöðin að Varmá)

sunnudagur 22. september
14:00 Keflavík-ÍR (HS Orku völlurinn)

mánudagur 23. september
15:45 Fjölnir-Afturelding (Extra völlurinn)

laugardagur 28. september
16:00 Úrslitaleikur á Laugardalsvelli

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner