Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   mið 18. september 2024 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Leicester lætur í sér heyra eftir umdeildan dóm - Röng mynd notuð?
Leicester er ekki sannfært um að þessi mynd sé af nákvæmlega sama augnabliki og myndin hér að neðan.
Leicester er ekki sannfært um að þessi mynd sé af nákvæmlega sama augnabliki og myndin hér að neðan.
Mynd: X/PLMatchCentre
Sést kannski ekki frábærleg
Sést kannski ekki frábærleg
Mynd: X/PLMatchCentre
Mateta.
Mateta.
Mynd: EPA
Leicester sendi í gær frá sér kvörtun út af fyrra marki Jean-Philippe Mateta, leikmanns Crystal Palace, í leik liðanna á laugardag. Daily Mail fjallar um málið.

Leicester telur að röng mynd hafi verið notuð þegar sýnt var fram á að Mateta væri réttstæður þegar hann minnkaði muninn fyrir Palace. Leicester hafði komist í 2-0 í leiknum en Mateta skoraði tvö mörk í seinni hálfleik og náði í stig fyrir Palace. Seinna mark Mateta kom í lok leiks úr vítapsyrnu. En fyrra markið, það umdeilda, kom snemma í seinni hálfleik.

Aðstoðardómarinn í leiknum lyfti flaggi sínu þegar Mateta minnkaði muninn, en eftir skoðun í VAR var markið dæmt gott og gilt.

Tvær myndir voru birtar á opinberum X reikningi úrvalsdeildarinnar til að sýna hvers vegna markið ætti að standa.

Leicester vill fá skýringu frá úrvalsdeildinni því félagið er á því að myndin sem var birt í útsendingu frá leiknum, til að sýna að Mateta væri réttstæður, sé röng mynd.

Fyrri myndin sýnir James Justin, varnarmann Leicester, lyfta fætinum til að reyna stöðva fyrirgjöf Tyrick Mitchell. Mateta er svo inn á teignum tilbúinn að fá boltann. Seinni myndin sýnir Mateta inn á teignum, vel fyrir aftan græna línu.

Leicester er ekki sannfært um að myndin sem sýni að Mateta sé réttstæður sé frá réttu augnabliki; augnablikinu þar sem Mitchell spyrnir í boltann.

Steve Cooper, stjóri Leicester, sagði í viðtali eftir leik að Mateta hefði verið rangstæður og félagið þyrfti að fá útskýringar frá deildinni. Lokatölur leiksins urðu 2-2 og Leicester er áfram án sigurs í deildinni.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner