Real gæti gert janúartilboð í Trent - O'Neil verður ekki rekinn - Liverpool vill Eze
   mið 18. september 2024 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Zlatan: Kettlingarnir láta sig hverfa þegar ljónið snýr aftur
Mynd: EPA
Zlatan Ibrahimovic, stjórnandi hjá AC Milan, heldur áfram að koma með klassísk 'Zlatan-ummæli' þó hann sé hættur í fótbolta, en hann lét undarleg orð falla fyrir leik liðsins gegn Liverpool í gær.

Zlatan hætti í fótbolta á síðasta ári eftir ríflega 24 ára glæstan fótboltaferil.

Hann snéri aftur til Milan sem stjórnandi en hlutverk hans er að leiða félagið áfram, innan sem utan vallar.

Á fótboltaferlinum lét hann allt flakka. Sumt var auðvelt að skilja og setja í samhengi, en svo var annað sem fáir botnuðu í. Hann hefur alla vega ekki tapað narsissismanum.

„Kettlingarnir mæta þegar ljónið hverfur, en þegar ljónið snýr aftur þá hverfa kettlingarnir,“ sagði Zlatan, sem átti þá þar við um endurkomu sína til Milan.

„Hvert er hlutverk mitt? Það er einfalt. Ég er stjórinn og allir aðrir vinna fyrir mig,“ sagði Zlatan enn fremur, sem talaði þá aðeins um kaup Milan og annað tengt hópnum.

„Reyndum við að fá Osimhen? Ég ætla að segja sem minnst. Allt fór eins og það átti að fara. Við tókum þá leikmenn sem við töldum okkur vanta. Okkur vantaði annan framherja og við tókum Abraham. Ég finn til með Jovic sem komst ekki í Evrópuhópinn.“

Zlatan segist ekki sakna þess að spila fótbolta.

„Síðan ég hef sætt mig við þá staðreynd að ég sé ekki að spila lengur þá verð ég að viðurkenna að ég sakna þess ekki. Ég sakna þess að fá adrenalínið. Öll þessi augnablik voru falleg, en þegar þú sættir þig við eitthvað þá getur þú ekki snúið aftur,“ sagði Zlatan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner