Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   mið 18. október 2017 16:30
Mist Rúnarsdóttir
Sísí: Getum tæklað og barist
Kvenaboltinn
Sísí var spræk á æfingu í morgun
Sísí var spræk á æfingu í morgun
Mynd: Anna Þonn
„Markmiðið okkar er alltaf að ná í tvo sigra en fjögur stig yrðu flott,“ sagði landsliðskonan Sigríður Lára Garðarsdóttir í samtali við Fótbolta.net fyrir æfingu Íslands í morgun. Íslenska liðið undirbýr sig nú af fullum krafti fyrir tvo mikilvæga leiki gegn Þýskalandi og Tékklandi í undankeppni Heimsmeistaramótsins.

Þýska liðið er eitt það albesta í heiminum en Sísi segir að Ísland geti staðist þeim snúning er kemur að baráttunni og er tilbúin að takast á við þær þýsku.

„Ég held að við séum alveg tilbúnar í það. Við erum akkúrat liðið í að tækla og berjast.“

Nokkrar vikur eru síðan keppni í Pepsi-deildinni lauk en Sísí er nýkomin frá Noregi þar sem hún æfði með norska úrvalsdeildarliðinu Valerenga ásamt Ingibjörgu Sigurðardóttur. Þar sem þær hittu fyrir samherja sinn hjá landsliðinu, Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur. Sísí er því í góðu formi fyrir komandi verkefni.

„Við vorum að æfa með Valerenga. Liðinu hennar Gunnýjar. Freysi hafði samband og þetta var kjörið tækifæri til að sjá eitthvað nýtt. Þarna eru toppaðstæður og liðið er mjög gott. Það var gaman að prófa eitthvað nýtt,“ sagði Sísí meðal annars en hún er jákvæð fyrir því að reyna fyrir sér á erlendri grundu í framtíðinni. Nánar er rætt við Sísí í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner