Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
   mið 18. október 2017 16:30
Mist Rúnarsdóttir
Sísí: Getum tæklað og barist
Sísí var spræk á æfingu í morgun
Sísí var spræk á æfingu í morgun
Mynd: Anna Þonn
„Markmiðið okkar er alltaf að ná í tvo sigra en fjögur stig yrðu flott,“ sagði landsliðskonan Sigríður Lára Garðarsdóttir í samtali við Fótbolta.net fyrir æfingu Íslands í morgun. Íslenska liðið undirbýr sig nú af fullum krafti fyrir tvo mikilvæga leiki gegn Þýskalandi og Tékklandi í undankeppni Heimsmeistaramótsins.

Þýska liðið er eitt það albesta í heiminum en Sísi segir að Ísland geti staðist þeim snúning er kemur að baráttunni og er tilbúin að takast á við þær þýsku.

„Ég held að við séum alveg tilbúnar í það. Við erum akkúrat liðið í að tækla og berjast.“

Nokkrar vikur eru síðan keppni í Pepsi-deildinni lauk en Sísí er nýkomin frá Noregi þar sem hún æfði með norska úrvalsdeildarliðinu Valerenga ásamt Ingibjörgu Sigurðardóttur. Þar sem þær hittu fyrir samherja sinn hjá landsliðinu, Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur. Sísí er því í góðu formi fyrir komandi verkefni.

„Við vorum að æfa með Valerenga. Liðinu hennar Gunnýjar. Freysi hafði samband og þetta var kjörið tækifæri til að sjá eitthvað nýtt. Þarna eru toppaðstæður og liðið er mjög gott. Það var gaman að prófa eitthvað nýtt,“ sagði Sísí meðal annars en hún er jákvæð fyrir því að reyna fyrir sér á erlendri grundu í framtíðinni. Nánar er rætt við Sísí í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner