Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 18. október 2019 20:03
Ívan Guðjón Baldursson
Holland: Elías Már fékk 80 mínútur með Excelsior
Mynd: Getty Images
Mynd: Mirko Kappes
Elías Már Ómarsson lék fyrstu 80 mínúturnar er Excelsior gerði markalaust jafntefli við Maastricht í B-deild hollenska boltans.

Elías Már hefur komið við sögu í níu leikjum á tímabilinu en er aðeins búinn að gera eitt mark.

Maastricht 0 - 0 Excelsior

Ísak Snær Þorvaldsson spilaði þá allan leikinn er varalið Norwich tapaði gegn varaliði West Brom, 2-4.

Norwich U23 2 - 4 West Brom U23

Þá var Andri Rúnar Bjarnason ekki í leikmannahópi Kaiserslautern sem tapaði enn einum leiknum.

Duisburg 3 - 1 Kaiserslautern

Sandra María Jessen var ekki í hópi hjá Bayer Leverkusen sem tapaði sínum fjórða deildarleik í röð. Sandra var líklegast fjarri góðu gamni enda hefur hún fengið mikinn spiltíma hingað til.

Leverkusen 1 - 3 Hoffenheim

Markvörðurinn Ingvar jónsson var ónotaður er Viborg vann 5-0 í dönsku C-deildinni.

Viborg 5 - 0 Fremad Amager
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner