Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 18. október 2019 11:21
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Fréttablaðið 
Hólmar: Mig langar að þakka Róberti
Hólmar er 29 ára og á tólf landsleiki fyrir Ísland.
Hólmar er 29 ára og á tólf landsleiki fyrir Ísland.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tilkynnt var í vikunni að varnarmaðurinn Hólmar Örn Eyjólfsson var valinn leikmaður mánaðarins í Búlgaríu.

Hólmar er kominn á fulla ferð eftir erfið meiðsli sem héldu honum lengi frá keppni.

„Mér líður vel inni á vellinum þessa stundina og það er frábært að vera byrjaður að spila reglulega eftir krossbandsslitin. Endurhæfingin var löng og ströng og reyndi mikið á þolinmæðina. Það var erfitt að vera jafn verkjaður og ég var fyrstu mánuðina eftir aðgerðina vegna meiðslanna," segir Hólmar í viðtali við Fréttablaðið.

„Ég þurfti mikinn andlegan styrk til þess að ganga í gegnum það. Það voru margir litlar sigrar á þessari löngu leið sem endurhæfingin er. Mig langar að þakka Róberti Magnússyni, sjúkraþjálfara, fyrir að hafa séð vel um þegar ég var að byggja mig upp."

„Róbert sá til þess að ég er sterkari á löppunum en fyrir krossbandsslitin og hnéð er í góðu standi. Fyrstu leikina sem ég spilaði þá treysti ég ekki alveg hnénu og var varkár í hreyfingum mínum. Nú er ég hins vegar farinn að hreyfa mig á eðlilegan hátt og fara á fullu í návígin sem ég lendi i," segir Hólmar við Fréttablaðið.

Levski Sofia, lið Hólmars, er í öðru sæti búlgörsku deildarinnar með 26 stig, fjórum stigum á eftir toppliði Ludogorets, þegar tólf umferðir hafa verið leiknar í deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner