Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
banner
   sun 18. október 2020 16:15
Ívan Guðjón Baldursson
Böddi hafði betur gegn Lech Poznan - Nói og Birkir fá ekki spiltíma
Mynd: Böðvar Böðvarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Böðvar Böðvarsson lék allan leikinn í stöðu vinstri bakvarðar er Jagiellonia lagði Lech Poznan óvænt að velli í efstu deild pólska boltans.

Böðvar, einnig þekktur sem Böddi löpp, er búinn að vinna sér inn fast sæti í byrjunarliðinu og var þetta fjórði byrjunarliðsleikurinn í röð hjá honum.

Heimamenn í Jagiellonia komust yfir snemma leiks og vörðust gríðarlega vel út fyrri hálfleik, þar sem gestirnir áttu níu marktilraunir en engin þeirra rataði á rammann.

Í síðari hálfleik tvöfölduðu heimamenn forystuna þvert gegn gangi leiksins og náðu gestirnir ekki að minnka muninn fyrr en úr vítaspyrnu á 82. mínútu. Það nægði ekki til og frábær sigur Jagiellonia staðreynd.

Jagiellonia er með ellefu stig eftir sex umferðir, þremur stigum fyrir ofan Lech Poznan.

Jagiellonia 2 - 1 Lech Poznan
1-0 T. Romanchuk ('2)
2-0 M. Makuszewski ('68)
2-1 J. Moder ('82, víti)

Í Slóveníu töpuðu Íslendingaliðin Senica og Spartak Trnava en hvorki Nói Snæhólm Ólafsson né Birkir Valur Jónsson komu við sögu.

Báðir voru þeir ónotaðir varamenn en Nói er búinn að missa byrjunarliðssætið sitt og hefur ekki komið við sögu í síðustu fimm leikjum.

BIrkir Valur hefur aðeins spilað þrettán mínútur frá komu sinni til Slóveníu.

Trnava er með þrettán stig eftir tíu umferðir. Senica er með átta stig.
Athugasemdir
banner
banner