Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 18. október 2020 16:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fernandes: Vissum ekki að Wan-Bissaka gæti skotið
Wan-Bissaka fagnar marki sínu.
Wan-Bissaka fagnar marki sínu.
Mynd: Getty Images
Hægri bakvörðurinn Aaron Wan-Bissaka skoraði sitt fyrsta mark fyrir Manchester United í gær þegar liðið vann 4-1 sigur á Newcastle í ensku úrvalsdeildinni.

Wan-Bissaka er fyrst og fremst varnarbakvörður og það kom liðsfélögum hans á óvart þegar hann skoraði.

„Við vissum ekki að hann gæti skotið," sagði Bruno Fernandes um Wan-Bissaka í samtali við sjónvarpsstöð Manchester United. „Það er erfitt fyrir okkur að trúa því vegna þess að hann skýtur aldrei."

„Við töluðum um það í búningsklefanum að við héldum það að hann vildi senda boltann fyrir, en hann fór í gegn og skoraði."

„Ég er ánægður fyrir hann, hann átti þetta skilið og við erum alltaf að biðja hann um þetta," sagði Fernandes.

Mörkin úr sigri Man Utd á Newcastle má sjá hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner