Liverpool hafnaði tilboði í Nunez og hefur áhuga á Tzimas - Chelsea hefur sett verðmiða á Nkunku - Rashford vill fara til Barcelona
   mið 18. október 2023 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Settur í bann eftir að hafa sýnt Palestínu stuðning
El Ghazi í leik með Aston Villa
El Ghazi í leik með Aston Villa
Mynd: Getty Images
Það eru mikil átök á milli Palestínu og Ísrael þessa dagana en fótboltamenn um allan heim hafa tjáð sig um átökin.

Anwar El Ghazi gekk til liðs við Mainz í Þýskalandi á dögunum en liðið hefur sett hann í bann og hann mun ekki æfa eða spila með liðinu á næstunni eftir að hafa tjáð sig um átökin á samfélagsmiðlum.

Hann sýndi Palestínu stuðning en Mainz gaf út yfirlýsingu þar sem félagið greindi frá því að bannið var ákveðið eftir fund við El Ghazi.

Félagið segir einnig að það virði skoðanir fólks á ástandinu en „félagið fjarlægist efni viðkomandi samfélagsmiðils þar sem það samræmist ekki gildum klúbbsins.“


Athugasemdir
banner
banner
banner