Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 18. nóvember 2019 10:30
Magnús Már Einarsson
Lima sló met
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Idelfons Lima, fyrirliði Andorra og Íslandsvinur, sló met í gær þegar hann spilaði í 2-0 tapi gegn Tyrkjum.

Lima á nú lengsta landsliðferil sögunnar en fyrsti landsleikur hans var 22. júní árið 1997.

Ivan Hurtado, leikmaður Ekvador, átti fyrra metið en Lima er nú kominn með fimm dögum lengri landsliðsferil.

Margir leikmenn sem Lima mætir í dag voru ekki einu sinni fæddir þegar hann spilaði sinn fyrsta landsleik.

Lima verður fertugur í næsta mánuði en hann hefur skorað ellefu mörk í 127 leikjum með Andorra. Draumur hans er að framlengja landsliðsferilinn ennþá meira.

„Ég vil taka eitt ár í einu en auðvitað styttist í endirinn," sagði Lima en hann spilar með Inter d'Escaldes í Andorra.

Sjá einnig:
Íslandsvinurinn Lima hefur ekki áhuga á að spila á Íslandi
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner