Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 18. nóvember 2019 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Luis Enrique sagður taka aftur við landsliðinu
Mynd: Getty Images
Luis Enrique mun snúa aftur til að taka við spænska landsliðinu og verður þetta kynnt á fréttamannafundi á morgun, samkvæmt ýmsum fjölmiðlum frá Spáni.

Enrique stýrði spænska landsliðinu en hætti fyrr á árinu, skömmu áður en níu ára dóttir hans lést af völdum krabbameins. Aðstoðarþjálfarinn Robert Moreno hefur stýrt landsliðinu síðan.

Í hádeginu á morgun verður fréttamannafundur hjá spænska landsliðinu og er búist við að fregnirnar verði tilkynntar þá.

Spánn fór auðveldlega í gegnum undankeppnina og endaði með 26 stig af 30 mögulegum eftir jafntefli í Svíþjóð og Noregi í landsleikjahlénu í október.

Enrique er eftirsóttur þjálfari og hefur meðal annars verið orðaður við Arsenal í mánuðinum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner