Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 18. nóvember 2019 21:40
Ívan Guðjón Baldursson
Undankeppni EM: Danir misstu toppsætið - Ítalir með fullt hús
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Getty Images
Zaniolo skoraði tvennu.
Zaniolo skoraði tvennu.
Mynd: Getty Images
Pukki skoraði í tapi Finna.
Pukki skoraði í tapi Finna.
Mynd: Getty Images
Síðustu leikjum D-, F-, og J-riðils var að ljúka rétt í þessu í undankeppninni fyrir EM á næsta ári.

Frændur okkar frá Danmörku misstu af toppsæti D-riðils með jafntefli á Írlandi. Martin Braithwaite skoraði úr eina skoti Dana sem hæfði rammann í leiknum áður en Matt Doherty, vængbakvörður Wolves, jafnaði.

Danir enda því í öðru sæti riðilsins, þremur stigum fyrir ofan Íra. Svisslendingar stálu toppsætinu með auðveldum sigri gegn Gíbraltar.

D-riðill:
Írland 1 - 1 Danmörk
0-1 Martin Braithwaite ('73)
1-1 Matt Doherty ('85)

Gíbraltar 1 - 6 Sviss
0-1 Cedric Itten ('10 )
0-2 Ruben Vargas ('50 )
0-3 Christian Fassnacht ('57 )
1-3 Reece Styche ('74 )
1-4 Loris Benito ('75 )
1-5 Cedric Itten ('84)
1-6 Granit Xhaka ('86)

Í F-riðli lentu Svíar ekki í vandræðum gegn Færeyjum en þeir voru þegar búnir að tryggja sig í lokakeppnina.

Norðmenn höfðu betur í Möltu þrátt fyrir misnotaða vítaspyrnu í boði Joshua King, leikmanns Bournemouth.

Spánverjar voru öruggir með toppsætið en gerðu sér samt lítið fyrir og rassskelltu Rúmeníu.

F-riðill:
Svíþjóð 3 - 0 Færeyjar
1-0 Sebastian Andersson ('29 )
2-0 Mattias Svanberg ('72 )
3-0 John Guidetti ('80)

Spánn 5 - 0 Rúmenía
1-0 Fabian Ruiz ('8 )
2-0 Rodrigo Moreno ('33 )
3-0 Rodrigo Moreno ('43 )
4-0 Adrian Rus ('45 , sjálfsmark)
5-0 Mikel Oyarzabal ('92)

Malta 1 - 2 Noregur
0-1 Joshua King ('7 )
1-1 Paul Fenech ('40 )
1-2 Alexander Sorloth ('62 )
1-2 Joshua King ('67 , Misnotað víti)

Að lokum var spilað í J-riðli þar sem úrslitin voru ráðin fyrir lokaumferðina. Ítalir gjörsamlega völtuðu yfir Armeníu og ljúka keppni með fullt hús stiga og markatöluna 37-4.

Ítalía skoraði níu mörk gegn Armenum sem voru án Henrikh Mkhitaryan. Ciro Immobile og ungstirnið Nicolo Zaniolo settu tvennu hvor. Þetta voru fyrstu mörk Zaniolo fyrir ítalska landsliðið.

Finnar töpuðu fyrir Grikkjum en það gerir ekkert til því þeir voru þegar búnir að tryggja sig í lokakeppnina. Bosnía hafði þá betur gegn Liechtenstein.

J-riðill:
Ítalía 9 - 1 Armenía
1-0 Ciro Immobile ('8 )
2-0 Nicolo Zaniolo ('9 )
3-0 Nicolo Barella ('29 )
4-0 Ciro Immobile ('33 )
5-0 Nicolo Zaniolo ('64 )
6-0 Alessio Romagnoli ('72 )
7-0 Jorginho ('75 , víti)
8-0 Riccardo Orsolini ('78)
8-1 E. Babayan ('79)
9-1 Federico Chiesa ('81)

Liechtenstein 0 - 3 Bosnía
0-1 Eldar Civic ('57 )
0-2 Armin Hodzic ('64 )
0-3 Armin Hodzic ('73 )

Grikkland 2 - 1 Finnland
0-1 Teemu Pukki ('27 )
1-1 Petros Mantalos ('47 )
2-1 Efthymis Koulouris ('70 )
Athugasemdir
banner
banner
banner