Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 18. nóvember 2020 08:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ævar: Vona innilega að ég spili aftur fyrir KA á ferlinum
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Samningur Ævars Inga Jóhannessonar við Stjörnuna rann út þegar tímabilið kláraðist. Ævar er því samningslaus eftir að hafa verið á mála hjá Stjörnunni í fimm tímabil.

Ævar ræddi þrálát meiðsli sín í ítarlegu viðtali sem birt var í gær. Hann var einnig spurður út í sína framtíð og hans svör má sjá hér að neðan.

„Alveg óljóst hvað ég geri"
Hvernig horfir framtíð við Ævari fótboltalega séð? Er einhver möguleiki að hann verði áfram í Stjörnunni?

„Ég er núna að taka mér smá tíma til að ákveða hvað ég geri varðandi fóboltann. Ég er að spjalla við Stjörnuna um hvað ég ætla að gera. Þetta tímabil var rosalega erfitt fyrir allt fótboltafólk og margir eru alveg „búnir á því” eftir það."

„Persónulega var ég kominn með algjört ógeð af meiðslunum og fann litla gleði í því sem ég var að gera svo ætli ég verði ekki bara að segja að það sé alveg óljóst hvað ég geri. Ég tek mér nokkra daga í viðbót í að hugsa hvað ég geri,"
sagði Ævar.

Vonar innilega að hann spili einhvern tímann aftur fyrir KA
Ævar er uppalinn hjá KA og er reglulega orðaður við heimkomu til Akureyrar. Sér hann fyrir sér að hann muni spila með KA áður en ferlinum lýkur, jafnvel á næstu árum?

„Ég held það sé bara eðlilegt að ég sé orðaður við KA vegna þess hvar ég er uppalinn og hversu mikla tengingu ég hef við félagið."

„Ég vona innilega að ég muni spila aftur fyrir KA á ferlinum en það hafa engar viðræður átt sér stað núna en ég mun pottþétt allavega tengjast félaginu á næstu árum hvort sem það verður sem leikmaður eða eitthvað annað,"
sagði Ævar um mögulega endurkomu til KA.

Sjá einnig:
„Auðvelt að klífa fjallið þegar þú sérð toppinn en ef hann birtist aldrei ertu fljótur að þreytast"
Athugasemdir
banner
banner
banner