Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 18. nóvember 2020 22:19
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ísak Bergmann: Ég ætlaði alltaf að spila fyrir Ísland
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér leið bara vel og fyrst og fremst þakklátur fyrir tækifærið. Frábært að fá þetta tækifæri á Wembley. Það fá ekki allir svona tækifæri og ég er þakklátur fyrir það" sagði Ísak Bergmann Jóhannesson eftir að hafa komið inn á gegn Englandi í kvöld. Það var fyrsti leikur Ísaks með A-landsliðinu.

Ísak var spurður hvort það hefði verið í myndinni að spila með enska liðinu þar sem hann er fæddur á Englandi.

„Ég var allan daginn að fara spila fyrir Ísland. Það hefur verið markmið í langan tíma og ég ætlaði alltaf að spila fyrir Ísland. Það kom einfaldlega aldrei til greina að spila fyrir England," sagði Ísak.

Hann kom inn á 88. mínútu og spilaði í treyju númer sjö á miðjunni þær mínútur sem eftir lifði leiks.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner