Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 18. nóvember 2020 11:00
Brynjar Ingi Erluson
Özil skaut á Löw - „Tími til kominn að velja Boateng"
Mesut Özil vill fá Jerome Boateng aftur í landsliðið
Mesut Özil vill fá Jerome Boateng aftur í landsliðið
Mynd: Getty Images
Þýski sóknartengiliðurinn Mesut Özil lætur sér ekki leiðast þó svo hann sé ekki að spila fótbolta þessa dagana en hann skaut létt á Joachim Löw, þjálfara þýska landsliðsins, eftir 6-0 tapið gegn Spánverjum í gær.

Özil ákvað að hætta að spila fyrir Þýskaland eftir HM 2018 en hann taldi sig ekki fá stuðning frá stjórnarmönnum þýska knattspyrnusambandsins og var hann gerður að blóraböggli.

Hann hefur farið mikinn á Twitter síðustu vikur en hann er ekki í úrvals- og Evrópudeildarhóp Arsenal og því hefur hann mikinn frítíma.

Özil horfði á fyrrum liðsfélaga sína í Þýskalandi tapa fyrir Spánverjum, 6-0. Þetta var stærsta tap í sögu þýska landsliðsins og ákvað Özil að skjóta létt á Löw.

Löw hefur ekki viljað velja menn á borð við Thomas Müller og Jerome Boateng í hópinn þar sem hann reynir að byggja nýtt lið en það virtist vanta eitthvað í liðið í gær.

„Tími til kominn að velja Boateng aftur í hópinn," sagði Özil á Twitter.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner