Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 18. nóvember 2020 15:22
Elvar Geir Magnússon
Richarlison: Cavani hefði getað ökklabrotið mig
Richarlison í leiknum gegn Úrúgvæ.
Richarlison í leiknum gegn Úrúgvæ.
Mynd: Getty Images
Brasilíski landsliðsmaðurinn Richarlison segir að Edinson Cavani hefði getað ökklabrotið sig þegar Cavani fékk rauða spjaldið í 2-0 sigurleik Brasilíu gegn Úrúgvæ í undankeppni HM.

Richarlison, sem leikur fyrir Everton, skoraði annað mark leiksins.

Dómari leiksins notaði VAR og rak Cavani, sem er leikmaður Manchester United, af velli fyrir brot hans á Richarlison.

„Þetta var ekki viljaverk, hann ætlaði í boltann. Ef fóturinn minn hefði verið fastur við grasið hefði ég samt getað ökklabrotnað," segir Richarlison.

Brasilía hefur unnið alla þrjá fyrstu leiki sína í undankeppninni og allt bendir til þess að liðið verði með í lokakeppninni í Katar.

„Við megum ekkert slaka á þrátt fyrir þessa flottu byrjun. Við vitum að allir leikir eru erfiðir en við erum á réttri leið."

Richarlison hefur ekki spilað síðustu leiki Everton vegna leikbanns en Everton heimsækir Fulham um helgina.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner