Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   mið 18. nóvember 2020 09:01
Magnús Már Einarsson
Cavani fékk rauða spjaldið í tapi gegn Brasilíu
Úrúgvæ 0 - 2 Brasilía
0-1 Arthur ('34)
0-2 Richarlison ('45)
Rautt spjald: Edinson Cavani ('71)

Brasilía lagði Úrúgvæ 2-0 á útivelli í undankeppni HM í Suður-Ameríku í nótt.

Richarlison, framherji Everton, og Arthur Melo, miðjumaður Juventus, skoruðu mörk Brasilíu.

Edinson Cavani, framherji Manchester United, fékk að líta rauða spjaldið í síðari hálfleik eftir brot á Richarlison en rauða spjaldið fór á loft eftir að VAR dómari leiksins skoðaði brotið.

Brasilía er með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir í undankeppninni en Úrúgvæ er með sex stig.
Athugasemdir